Opna aðalvalmynd

Kio Alexander Ayobambele Briggs er breskur maður sem var handtekinn í Leifsstöð 1. september árið 1998 með 2.031 e-töflur í farangri sínum. Mál hans varð mjög fyrirferðamikið í íslenskum fjölmiðlum í kjölfarið.

Kio var dæmdur til afplánunar í Héraðsdómi en þeim dómi var hnekkt af Hæstarétti. Málsatvik voru nokkuð sérstæð. Kio hafði flogið til Íslands frá Benidorm á Spáni og þar hafði Íslendingur sem borgaði fyrir hann flugfargjaldið komið töflunum fyrir í farangri hans án vitneskju Kios, að því að Kio fullyrti. Málið var ekki síður sérstætt fyrir þær sakir að svo virðist sem að sá hinn sami hafi haft samband við lögregluyfirvöld á Íslandi og greint frá því að Kio væri væntanlegur með e-töflurnar í þeim tilgangi að geta samið um niðurfellingu á kærum og dómum sem biðu hans á Íslandi. En þar sem Kio lýsti staðfastlega yfir sakleysi sínu var honum sleppt lausum á meðan Héraðsdómur tók málið fyrir annað sinn og varð hann nokkuð fyrirferðamikill í íslensku skemmtanalífi.[1] Kio var loks sýknaður af ákæru um fíknefnasmygl í Héraðsdómi og Hæstarétti og sleppt úr landi. Hann krafði ríkið um 27 milljónir í bætur sem hann vann ekki. Stuttu eftir að hann fór frá Íslandi var hann handtekinn í Danmörku á ný og sakfelldur fyrir að hafa e-töflur í fórum sínum.[2]

TilvísanirBreyta

TenglarBreyta

   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.