Qin Shi Huang
(Endurbeint frá Kin Sjíhúang)
Qin Shi Huang (kínverska: 秦始皇, pinyin: Qín Shǐ Huáng, Wade-Giles: Ch'in Shih-huang) (259 f.Kr. – 10. september 210 f.Kr.) var konungur Kinríkisins frá 247 f.Kr. til 221 f.Kr. og síðan yfir sameinuðu Kína sem fyrsti keisari Kinveldisins til dauðadags. Hann er þekktastur fyrir að hafa fyrstur sameinað Kína í eitt ríki og fyrir að hafa tekið upp löghyggju. Eftir að hafa sameinað landið undir eina stjórn hóf hann ýmis risaverkefni eins og að reisa fyrirrennara Kínamúrsins og grafhýsi á stærð við borg sem var gætt af 8000 manna leirher og gríðarlegt vegakerfi, verkefni sem kostuðu mörg mannslíf. Hann bannaði konfúsíusisma og lét grafa marga fylgismenn hans lifandi og brenna bækur þeirra. Hans er því ekki síður minnst sem harðstjóra.