Harðstjórn
Harðstjórn er stjórnarfyrirkomulag sem felur í sér þéttriðið net einstaklinga sem ræður ríkjum með algerum pólitískum yfirráðum. Hin forna skilgreining á harðstjórn er yfirráð eins manns, sem nefndur er harðstjóri, og hefur alla valdatauma í hendi sér og allir aðrir lúta valdi hans en hann gætir sinna eigin hagsmuna fremur en hagsmuna heildarinnar. Harðstjórn er í raun hið fyrsta stjórnarform þegar einhvers konar ríkisvald og siðmenning kemst á. Faróar eru ágætt dæmi um fyrri tíma harðstjóra.