Kim Il-sung

Einræðisherra í Norður-Kóreu (1912-1994)
(Endurbeint frá Kim il-sung)

Kim Il Sung (hangúl: 김일성, fæddur 15. apríl 1912 i Pjongjang, látinn 8. júlí 1994) var kommúnískur stjórnmálamaður og kóreskur leiðtogi. Hann var skæruliði í baráttu við Japani í seinni heimsstyrjöldinni og lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldisins Kóreu, sem er þekktara sem Norður-Kórea, árið 1948. Hann var leiðtogi landsins fram á dauðadag, formlega með titilinn flokksformaður í Verkamannaflokki Kóreu 1949 – 1966, aðalritari flokksins 1966 – 1994, forsætisráðherra 1948 – 1972 og forseti 1972 – 1994. Hann sat lengst að völdum af öllum kommúnistaleiðtogum á tímum kalda stríðsins.

Kim Il-sung
김일성
Opinber mynd af Kim Il-sung.
Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu
Í embætti
9. september 1948 – 8. júlí 1994
ForveriEmbætti stofnað
EftirmaðurKim Jong-il
Persónulegar upplýsingar
Fæddur15. apríl 1912
Mangjondae, Pjongjang, japönsku Kóreu
Látinn8. júlí 1994 (82 ára) Hjangsjan-sýslu, Norður-Kóreu
StjórnmálaflokkurVerkamannaflokkur Kóreu
MakiKim Hye-sun (d. 1940)
Kim Jong-suk (d. 1949)
Kim Song-ae (d. 2014)
BörnKim Jong-il, Kim Man-il, Kim Kyong-hui, Kim Kyong-jin, Kim Pyong-il, Kim Yong-il
ForeldrarKim Hyong-jik og Kang Pan-sok
StarfSkæruliði, stjórnmálamaður
Undirskrift

Hann bar ábyrgð á Kóreustríðinu 1950 – 1953. Undir stjórn Kim Il Sung varð Norður-Kórea lokaðasta land í heimi undir einræði hans. Ekkert annað land var jafn hervætt. Hann varð fyrir miklum áhrifum frá kínverskum kommúnisma og áætlunarbúskap en hugmyndafræði hans enkenndist þó í miklum meiri mæli af kóreskri þjóðernishyggju. Sjálfstæði og sjálfsþurft, sem kallað var juche, varð ráðandi stjórnmála og efnahagskenning. Stjórn Kim Il Sungs myrti um 1,6 milljónir af íbúum landsins.[1]

Þegar Sovétríkin og fjöldi annara kommúnistaríkja féllu saman í kring um 1990 kom í ljós að efnahagslíf Norður-Kóreu vara algjörlega háð stuðningi þessara landa. Áætlunarbúskapur og einangrunastefna Kim Il Sungs leiddi landið inn í algjöra sjálfheldu. Þetta ástand náði hámarki í þeirri hungursneyð sem heltók landi eftir lát Kim Il Sungs og milli 900.000 og 3,5 milljónir sultu í hel.[2]

Í kring um Kim Il Sung skapaðist persóndýrkun sem nánast er af trúarlegum toga. Kim tók sér hlutverk landsföður samkvæmt hefð konfúsíanisma og krafðist að öll alþýða elskaði hann og tilbæði. Hann hlaut fjölda nafna til að lýsa þeass: Leiðtoginn mikli, Marskálkurinn mikli, Hin mikla sól, Viti Asíu. Eftir lát Kim Il Sungs var hann gerður að eilífum forseta samkvæmt stjórnaskránni. Sonur hans, Kim Jong-il, tók þó í raun öll völd í landinu 1994, og Norður-Kórea varð þá fyrsta kommúníska erfðaríkið. Lík Kim Il Sungs liggur smurt í mikilli minningarhöll í Pjongjang, höfuðborg landsins.

Tilvísanir

breyta
  1. Rummel, Rudolph Joseph (1998). Statistics of Democide: Genocide and Mass Murder Since 1900, s. 178–181. LIT Verlag Münster (engelsk). ISBN 3-8258-4010-7.
  2. Noland, Marcus; Robinson, Sherman; Wang, Tao (1999). Famine in North Korea: Causes and Cures


Fyrirrennari:
Fyrstur í embætti
Æðsti leiðtogi Norður-Kóreu
(9. september 19488. október 1994)
Eftirmaður:
Kim Jong-il