Kiautschou

Kiautschou (kínverska 膠州, Hanyu Pinyin Jiāozhōu) var svæði á suðurhluta Shandong-skaga á austurströnd Kína, leigt árið 1898 frá Kínverska keisaradæminu til Þýska keisaraveldisins. Höfuðborgin var Tsingtau (í dag Qingdao). Bærinn Kiautschou var ekki hluti af nýlendunni en var innan hlutlauss svæðis í kringum nýlenduna undir stjórn Þjóðverja.

083 kiautschou-bucht-mit-tsingtau.png
Aðalhlið kínverskrar hergagnageymslu sem var yfirtekin af þýska sjóhernum árið 1898