Ketill Hallsson
Ketill Hallsson (d. 1229) var ábóti í Munkaþverárklaustri á 13. öld. Hann var orðinn ábóti 1222 og kann að hafa orðið það þegar eftir lát Orms Skeggjasonar ábóta 1212 en einnig má vera að einhver hafi verið á milli þeirra.
Um Ketil ábóta er annars ekkert vitað og engar heimildir eru um ábótatíð hans. Hann dó 1229 og Árni Hjaltason tók við af honum.