Parma Calcio 1913, oft kallað Parma, er ítalskt knattspyrnufélag með aðsetur í Parma og er í Serie A, efstu deild. Félagið var stofnað í desember 1913. Parma leikur heimaleiki sína á Stadio Ennio Tardini sem tekur 27.906 áhorfendur í sæti, oft nefndur einfaldlega Il Tardini.

Parma Calcio 1913
Fullt nafn Parma Calcio 1913
Gælunafn/nöfn I Gialloblu (Þeir gulu og bláu)
Stytt nafn Parma
Stofnað 16. desember 1913
Leikvöllur Stadio Ennio Tardini, Parma
Stærð 22.359
Stjórnarformaður Kyle J. Krause
Knattspyrnustjóri Fabio Liverani
Deild Ítalska B-deildin
2022/2023 4. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Með fjármögnun frá Calisto Tanzi vann félagið átta bikara á árunum 1992 til 2002, á því tímabili náði það sínum besta árangri í deildinni. Félagið hefur unnið þrjá Coppa Italia og einn Supercoppa Italiana, tvo UEFA bikara, einn Evrópumeistaratitil og einn titil í evrópukeppni bikarhafa.

Fjárhagsvandræði urðu síðla árs 2003 vegna Parmalat-hneykslisins sem olli því að móðurfyrirtæki félagsins féll. Félagið var úrskurðað gjaldþrota árið 2015 og stofnað á ný í Serie D þar sem því tókst að komast upp um deild þrjú ár í röð og komst aftur upp í Serie A árið 2018.

Heimabúningur liðsins er hvít og svört treyja og svartar buxur. Hins vegar kennir liðið sig oftar við liti varabúningsins sem er gulur og blár.

Titlar breyta

Þekktir leikmenn breyta

 
Argentínumaðurinn Hernán Crespo er markahæsti leikmaður í sögu Parma.

Heimildir breyta

Tengill breyta