Handþvottur er aðferð sem miðar að því að hreinsa hendur af óhreinindum, fitu og örverum. Sápa er vanalega notuð við það og er mælt með að þvotturinn fari fram í um 20 sekúndur til að árangur sé af honum.

Handþvottur.

Handþvottur getur komið í veg fyrir smitsjúkdóma eins og niðurgang, kóleru, kvef og inflúensu. Einnig er mælt með að í daglegu lífi þvoi fólk sér eftir salernisferðir og fyrir matartíma. Og svo fyrir matarundirbúning. Á veitingahúsum og á spítölum er handþvottur mikilvægur.

Ungverski vísindamaðurinn Ignaz Sem­melweis (1818-1865) var fyrstur manna til að benda á mikilvægi handþvottar og hreinlætis til að koma í veg fyrir útbreiðslu smits. Boðskapur hans um mikilvægi þess að sótthreinsa hendur varð til þess að verulega dró úr dánartíðni á fæðingardeild á sjúkrahúsi í Vín. Boðskapur hans hlaut hins vegar ekki hljómgrunn fyrst í stað og læknar í Vín litu nánast á boðskapinn sem áfellisdóm yfir eigin verklagi. Sem­melweis gekk hart fram í baráttu sinni fyrir mikilvægi handþvottar og kallaði starfsfélaga sína óhikað „morðingja“ ef hann taldi þvottinum ábótavant. Sem­melweis hlaut síðar upp­reisn æru og er nú ein af þjóðhetj­um Ung­verja og litið er á hann sem upp­hafs­mann kenn­inga um hrein­læti á sjúkra­hús­um og sótt­hreins­un.

Árið 2018 var haft eftir Didier Pittet, pró­fess­or og sér­fræðing­i í að hefta smit­sjúk­dóma hjá Alþjóðaheil­brigðis­stofn­un Sam­einuðu þjóðanna (WHO) að handþvott­ur væri ekki tíðkaður jafn kerf­is­bundið og æski­legt væri og að ef handþvottur og sótthreinsun tíðkaðist í meira mæli væri hægt að koma í veg fyrir um 70% sýkinga á sjúkrahúsum.[1]

Tenglar breyta

Tilvísanir breyta

  1. Mbl.is, „Þvoið hendur!“ (skoðað 30. mars 2020)