„Söguljóð“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Söguljóð''' ('''kviða''', '''hetjuljóð''', '''óðsaga''' eða '''epísk kvæði''') er oftar en ekki langt sagnrænt kvæði (''epos''), venjulega um hetjudáðir og atbur...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 21. nóvember 2010 kl. 11:15

Söguljóð (kviða, hetjuljóð, óðsaga eða epísk kvæði) er oftar en ekki langt sagnrænt kvæði (epos), venjulega um hetjudáðir og atburði sem eru mikilvægir póstar einhvers menningarbrots eða þjóðar. Algengt er að söguljóð eigi sér rætur í munnlegri hefð og Albert Lord og Milman Parry hafa sett fram rök að því að klassísk söguljóð hafi í grunninn verið í munnlegri geymd. Hvað sem um það er þá hafa söguljóð verið skrifuð niður síðan á tímum Hómers, og verk Virgils, Dante Alighieri og John Miltons hefðu líklega ekki lifað hefðu þau ekki verið bókfest. Hin fyrstu söguljóð eiga sér undirstöðu í sjálfum sér, eins og Bjólfskviða og Ilionskviða og eru því frumkviður. Söguljóð sem braga eftir þessum gömlu kviðum, eins og til dæmis Eneasarkviða Virgils eða Paradísarmissir Miltons eru aftur á móti þekkt sem síðkviður. Önnur tegund af söguljóði er smákviðan, sem er stutt sagnrænt kvæði með rómantískum eða goðsögulegum efnivið. Ovidius er oft talinn meistari þessa bókmenntaforms. Eitt dæmi um klasssíska smákviðu er þátturinn um Nísus og Evrýalus í 9. bók Enesarkviðu.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.