„Landsfeður Bandaríkjanna“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 7:
Sagnfræðingar notast yfirleitt við mun breiðari skilgreiningu á hugtakinu landsfeður. Í stað þess að vísa einvörðungu til stjórnmálamanna sem sátu á [[Annað meginlandsþing Bandaríkjanna|Öðru meginlandsþingi Bandaríkjanna]] sem samdi og samþykkti sjálfstæðisyfirlýsinguna eða [[Sambandsþing Bandaríkjanna|Sambandsþinginu]] sem samdi og samþykkti Stjórnarskrá Bandaríkjanna, tala sagnfræðingar ekki aðeins um alla þá stjórnmálamenn, lögspekinga og blaðamenn sem tóku þátt í umræðum um þessi skjöl sem landsfeður Bandaríkjanna, heldur líka alla þá sem börðust í [[Bandaríska frelsisstríðið|bandarísku byltingunni]] eða tóku með öðrum hætti þátt í því að leggja grunn að sjálfstæði Bandaríkjanna. Að undanförnu hefur hugtakið landsfeður sætt gagnrýni á þeim forsendum að það sé óeðlilega karllægt og geri lítið úr hlut kvenna við stofnun Bandaríkjanna. Í því sambandi hefur verið talað um landsmæður en margir sagnfræðingar og stjórnmálamenn tala nú orðið einfaldlega um stofnendur Bandaríkjanna (e: ''The Founders'').
 
Sjö mikilvægustu landsfeðurnir, að mati bandaríska sagnfræðingsins Richard B. Morris eru: [[Benjamin Franklin]], [[George Washington]], [[John Adams]], [[Thomas Jefferson]], [[John Jay]], [[James Madison]], andog [[Alexander Hamilton]]. Meðal annarra þekktra landsfeðra Bandaríkjanna má nefna [[Samuel Adams]], og [[John Hancock]].
 
== Heimildir ==