„Hjálp:Heimildaskráning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 5:
Hún gerir lesandanum kleift að finna heimildina og [[Wikipedia:Sannreynanleikareglan|staðfesta]] að hún styðji viðeigandi fullyrðingu á Wikipediu.
 
'''Hvenær ber að vísa í heimild?''' Eins og fram kemur neðar á þessari síðu ætti að vísa í heimildir þegarÞegar fullyrðing í grein er líkleg til að þykja vafasöm eða er umdeild, þegar þegar vitnað er í orð einhvers hvort heldur í beinni ræðu eða í endursögn, þegar stuðst er við kenningu, tilgátu, túlkun eða rök einhvers annars og þegar fjallað er um lifandi fólk eða málefni líðandi stundar.
 
'''Hvernig eiga tilvísanir í heimildir að líta út?''' Tilvísanir ættu almennt að líta út eins og sýnt er neðar á þessari síðu en einnig er mikilvægt að samræmi sé í útliti tilvísana á einni og sömu síðunni. '''Ekki''' nota mismunandi kerfi á einni og sömu síðunni.
 
'''Hvernig á að setja tilvísanir í heimildir inn í greinar á Wikipediu?''' Venjulega eru tilvísanir hafðar í neðanmálsgreinum en sýnt er hvernig á að setja inn neðanmálsgreinar síðar í greininni.
 
Athuga ber að það eru ekki allar heimildir jafn traustverðar. Síðan [[Hjálp:Áreiðanlegar heimildir|Áreiðanlegar heimildir]] fjallar um hvaða heimildir er best að styðjast við.
 
== Í stuttu máli ==
Það er mikilvægt að '''vísa í''' heimildir til að styðja einstakar fullyrðingar í greinum á Wikipediu. Helstu eiginleikar heimildar er 1) verkið sjálft, 2) höfundur og 3) útgefandi. Tilvísanir ættu helst að vera í '''neðanmálsgreinum''' en ekki í sviga í meginmálinu. '''Heimildaskrá''' er skrá yfir allar heimildir sem vísað er í í stafrófsröð eftir höfundum. Ein algengasta aðferðin til heimildatilvísunar á Wikipediu er notkun neðanmálsgreina eða fótnóta.
 
Bókatitlar eru ávallt '''skáletraðir''' og einnig heiti tímarita og dagblaða. Titlar tímarits- og dagblaðagreina og bókakafla í ritstýrðum bókum eru alltaf hafðir innan '''gæsalappa'''. Í tilvísuninni ætti helst að gefa upp nákvæmt '''blaðsíðutal''' þegar um prentaða heimild er að ræða.
Lína 20:
== Yfirlit ==
=== Heimildaskrá og tilvísun í heimild ===
Mikilvægt er að átta sig á að heimildaskrá er eitt og tilvísun í heimild er annað. Þar sem tilvísunar er þörf er heimildaskrá í enda greinar '''ekki''' fullnægjandi tilvísun í heimild. Vísa ber í tilteknar heimildir fyrir tilteknum fullyrðingum í greininni þegar við á. Heimildaskráin er svo listi yfir allar heimildir sem vísað er í í stafrófsröð eftir höfundum. Kosturinn er þá sá að í tilvísuninni nægir að gefa lesandanum einungis þær upplýsingar sem gera honum kleift að finna heimildina í heimildaskránni (t.d. nafn höfundar og ártal auk ákveðins staðar í heimildinni sem styður fullyrðinguna, t.d. blaðsíðutal) en í heimildaskránni koma svo fram fullar upplýsingar um heimildina (þ.m.t. titill verksins í fullri lengd, útgefandi o.s.frv.).
 
Athugið að í heimildaskrá er heimildum raðað í stafrófsröð eftir ''eftirnafni'' erlendra höfunda en ''eiginnafni'' Íslendinga. Þegar höfundar eru fleiri en einn nægir að eftirnafnið komi fyrst hjá fyrsta höfundinum: