ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Hrolleifsdalur''' er dalur sem liggur til suðausturs inn í Tröllaskagafjallgarðinn upp frá Sléttuhlíð við austanverðan Skagafjörð. ...) |
Ekkert breytingarágrip |
||
'''Hrolleifsdalur''' er dalur sem liggur til suðausturs inn í [[Tröllaskagi|Tröllaskagafjallgarðinn]] upp frá [[Sléttuhlíð]] við austanverðan [[Skagafjörður|Skagafjörð]]. Dalurinn er sagður kenndur við [[Hrolleifur mikli Arnhallsson|Hrolleif]] landnámsmann. Fáeinir bæir voru í Hrolleifsdal en þeir eru nú allir komnir í eyði.
Hrolleifsdalsá rennur um dalinn og síðan til sjávar í sunnanverðri Sléttuhlíð. Nokkrar skógarleifar eru í dalnum, þær einu sem finna má í Skagafirði að frátöldum skógarleifum í [[Vesturdalur|Vesturdal]], og kallast þar Geirmundarhólsskógur. Hann hefur verið friðaður um langt árabil en hefur átt erfitt uppdráttar vegna mikilla snjóþyngsla í dalnum.
Nokkur [[jarðhiti]] er í Hrolleifsdal og er vatn úr borholu í landi eyðibýlisins Bræðraár nú leitt til [[Hofsós]]s.
[[Flokkur:
[[Flokkur:Skagafjarðarsýsla]]
|