Munur á milli breytinga „Varðberg“

m
ekkert breytingarágrip
(Ný síða: '''Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu''', er íslensk félagasamtök, eins konar ungliðahreyfing [[Samtökum um Vestræna samvinnu og alþjóðamál|Samtaka u...)
 
m
 
'''Varðberg, félag ungra áhugamanna um vestræna samvinnu''', er íslensk [[félagasamtök]], eins konar ungliðahreyfing [[SamtökumSamtök um Vestræna samvinnu og alþjóðamál|Samtaka um Vestræna samvinnu og alþjóðamál]]. Þau voru upprunalega stofnuð árið [[1961]]. Markmið þeirra er að efla skilning meðal ungs fólks á Íslandi á gildi [[lýðræði]]slegra stjórnarhátta og hvetja til samstarfs lýðræðisþjóðanna til verndar [[friður|friðinum]]. Samtökin hafa aðsetur hjá upplýsingaskrifstofu [[Atlantshafsbandalagið|Atlantshafsbandalagsins]] (NATÓ) á Íslandi, sem er í [[Reykjavík]].
 
==Saga==
Stofnun Varðbergs á rætur sínar að rekja til ráðstefnu fyrir unga leiðandi stjórnmálamenn sem haldin var í [[Washington]] í [[Bandaríkin|Bandaríkjunum]] á vegum Atlantshafsbandalagsins dagana 26. maí til 1. júní 1960. Þrír ungir Íslendingar sóttu ráðstefnuna, hver á vegum síns flokks; [[Guðmundur H. Garðarsson]], var þar fyrir hönd [[Samband ungra sjálfstæðismanna|Sambands ungra sjálfstæðismanna]], Jón Rafn Guðmundsson fyrir hönd [[Samband ungra framsóknarmanna|Sambands ungra framsóknarmanna]] og Sigurður Guðmundsson fyrir hönd [[Samband ungra jafnaðarmanna|Sambands ungra jafnaðarmanna]]. Í kjölfar ráðstefnunnar fengu Íslendingar áheyrnarfulltrúa í framkvæmdastjórn heildarsamtaka ungra lýðræðissinnaðra stjórnmálasamtaka innan NATO. Guðmundur tók það sæti áheyrnarfulltrúa fyrstu árin og sömuleiðis varð hann fyrsti formaður Varðbergs eftir að það var stofnað.<ref>[http://www.mbl.is/serefni/nato/vardberg.html Viðtal við Guðmund H. Garðarsson, fyrsta formann Varðbergs, á NATO-vef Morgunblaðsins]</ref>
 
Varðberg var formlega stofnað [[18. júlí]] [[1961]] með stuðningi Samtaka um Vestræna samvinnu (SVS) sem þá var undir forystu [[Pétur Benediktsson|Péturs Benediktssonar]] bankastjóra. Staðbundin félög voru stofnuð víða um landið og í samvinnu við SVS gaf félagið út tímaritið [[Viðhorf]]. Félagið efndi til NATO-ráðstefnu í júní árið [[1962]] sem var sótt af ungum stjórnmálaleiðtogum víðsvegar að og skipulagði heimsóknir til aðalstöðva NATO í [[París]] og [[Brussel]] og til Noregs, Danmerkur og Bandaríkjanna
11.620

breytingar