„Róbert 3. Skotakonungur“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
 
Navaro (spjall | framlög)
mEkkert breytingarágrip
Lína 2:
'''Róbert 3.''' ([[14. ágúst]] [[1337]] – [[4. apríl]] [[1406]]) var konungur [[Skotland]]s frá [[1390]] til dauðadags. Hann hét réttu nafni John Stewart og hefði því átt að kallast Jóhann 2. en tók sér nafnið Róbert þegar hann varð konungur þar sem bæði [[Jóhann Balliol]] Skotakonungur og [[Jóhann landalausi]] Englandskonungur höfðu verið óvinsælir og lítil gæfa þótti fylgja nafninu. En eins og [[Sir Walter Scott]] sagði, þá var Róbert 3. jafnógæfusamur og ef hann hefði haldið nafni sínu.
 
Róbert - eða Jóhann prins - var elsti sonur [[Róbert 2. Skotakonungur|Róberts]], [[stallari|stallara]] Skotlands og Skotakonungs frá 1371, og fyrri konu hans Elizabeth Mure. Hann var fæddur utan hjónabands en var gerður [[skilgetinn]] þegar foreldrar hans fengu páfaleyfi til að giftast [[1349]]. Hann var gerður jarl af [[Carrick]] árið 1368 af [[Davíð 2. Skotakonungur|Davíð konungi]], ömmubróður sínum. Davíð var barnlaus og þegar hann dó 1371 varð Róbert 2.stallari konungur, 55 ára að aldri, og Carrick varð krónpins.
 
Carrick var áhrifamikill í stjórn landsins næstu árin en ekki fór á milli mála að honum þótti nóg um langlífi föður síns og var óþolinmóður að komast sjálfur til valda. Árið 1384 gerði hann því [[hallarbylting]]u í félagi við ýmsa aðalsmenn og voru þá völdin tekin af föður hans en hann hélt konungstigninni að nafninu til. Carrick stýrði ríkinu og brátt hófust að nýju átök við Englendinga, en þeir feðgar höfðu verið ósammála um hvernig tekist skyldi á við þá. Stefnubreytingin bakaði Carrick óvinsældir og hann gat heldur ekki beitt sér sem skyldi þar sem hann hafði slasat illa þegar hestur sparkaði í hann og náði aldrei heilsu eftir það. Í desember missti hann því völdin í hendur bróður síns, [[Róbert hertogi af Albany|Róberts]] jarls af Fife og síðar hertoga af Albany.