„Útrýmingarefnishyggja“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Cessator (spjall | framlög)
Ný síða: '''Útrýmingarefnishyggja''' er efnishyggjukenning í hugspeki sem heldur því fram að ýmsar eða flestar almennar hugmyndir fólks um eðli hugans (eða hugtök ...
 
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Útrýmingarefnishyggja''' er [[efnishyggja|efnishyggjukenning]] í [[hugspeki]] sem heldur því fram að ýmsar eða flestar almennar hugmyndir fólks um eðli hugans (eða hugtök [[alþýðusálfræði]]nnar) séu rangar og að ýmis hugarferli sem flestir trúa á séu í raun ekki til. Sumir útrýmingarefnishyggjumenn halda því fram að samsvörun verði hægt að finna milli virkni heilans og taugakerfisins annars vegar og hins vegar ýmissa hugtaka eins og [[skoðun]]ar eða [[löngun]]ar enda séu hugtökin óskýr og illa skilgreind.<ref>Lycanog Pappas (1972): 149-59.</ref> Aðrar útgáfur útrýmingarefnishyggjunnar neita tilvist [[sársauki|sársauka]], [[ánægja|ánægju]] og sjónrænnar upplifunar.<ref>Rey (1983): 1-39.</ref>
 
Útrýmingarefnishyggja er frábrugðin [[smættarefnishyggja|smættarefnishyggju]] að því leyti að smættarefnihyggjansmættarefnishyggjan gengur út á að smætta viðfangið í eitthvað annað og einfaldara en útrýmingarefnishyggja afneitar tilvist þess. Til dæmis myndi smættarefnishyggja um langanir halda því fram að langanir séu ekkert nema taugaboð í heilanum en útrýmingarefnishyggja um langanir heldur því fram að það sé ekkert hugarferli sem hugtakið „löngun“ samsvarar.
 
Aðferð útrýmingarefnishyggjunnar er þekkt úr sögu vísindanna. Til dæmis hafa vísindin ekki reynt að smætta [[Ljósvaki|ljósvakann]] í eitthvað annað og einfaldara efni þannig að ljósvakinn „sé í raun ekkert nema“ eitthvað annað, heldur var hugtakinu „útrýmt“ þegar ljóst var að það var ekki lengur gagnlegt. En útrýmingarefnishyggja um hugann er tiltölulega nýleg kenning sem kom fram á 7. áratug 20. aldar og heldur því fram að ýmis hugarferli og hugtök alþýðusálfræðinnar séu ekki til.