Munur á milli breytinga „Hrappseyjarprentsmiðja“

m
Lagaði tengil.
(Ný síða: '''Hrappseyjarprentsmiðja''' var prentsmiðja og bókaútgáfa sem starfrækt var í Hrappsey á Breiðafirði 1773-1794 og var fyrsta íslenska...)
 
m (Lagaði tengil.)
[[Ólafur Olavius|Ólafur Ólafsson Olavius]] fékk konungsleyfi til að stofna prentsmiðju í Skálholtsbiskupsdæmi með því skilyrði að þar yrði ekki prentað guðsorð, á því átti [[Hólaprentsmiðja]] einkarétt. Ólafur fékk lán til tækjakaupa hjá [[Bogi Benediktsson|Boga Benediktssyni]] í Hrappsey, sem jafnframt átti hlut í verksmiðjunni og var hún reist í eynni. Ári síðar keypti Bogi hlut Ólafs og átti prentsmiðjuna lengst af einn en [[Magnús Ketilsson]], sýslumaður [[Dalasýsla|Dalamanna]], stýrði hins vegar útgáfunni að mestu.
 
Frá Hrappseyjarprentsmiðju komu bækur af ýmsu tagi, svo sem [[Alþingisbækur Íslands]], fræðslurit ýmiss konar, sum skrifuð af Magnúsi, sem var einn helsti frumkvöðull [[upplýsingin á Íslandi|upplýsingarstefnunnar]] á Íslandi, [[Atli (ritverk)|Atli]] eftir [[Björn Halldórsson]] í [[Sauðlauksdalur|Sauðlauksdal]], ''[[Búnaðarbálkur (Eggert Ólafsson)|Búnaðarbálkur]]'' [[Eggert Ólafsson|Eggerts Ólafssonar]], kvæðabækur og fleira. [[Jón Þorláksson á Bægisá|Jón Þorláksson]], síðar prestur á Bægisá, vann um tíma við prentsmiðjuna og gaf út bækur sínar þar. Fyrsta íslenska tímaritið, ''[[Islandske Maanedstidender]]'', var líka gefið út í Hrappsey á árunum 1773-1776.
 
Hrappseyjarprentsmiðja var seld [[Landsuppfræðingarfélagið|Landsuppfræðingarfélaginu]] árið 1794 og flutt suður í [[Leirárgarðar|Leirárgarða]] í Borgarfirði.