„Snorri Narfason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Snorri Narfason''' (um 1260-9. mars 1332) var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann var af ætt Skarðverja og bjó á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði á Skar...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Snorri Narfason''' (um [[1260]]-[[9. mars]] [[1332]]) var íslenskur [[lögmaður]] á [[14. öld]]. Hann var af ætt Skarðverja og bjó á [[Skarð á Skarðsströnd|Skarði á Skarðsströnd]].
 
Snorri var sonur [[Narfi Snorrason|Narfa Snorrasonar]] prests á [[Kolbeinsstaðir|Kolbeinsstöðum]] og Valgerðar Ketilsdóttur konu hans. Eldri bræður hans báðir, [[Þorlákur Narfason|Þorlákur]] og [[Þórður Narfason|Þórður]], voru einnig lögmenn. Snorri mun hafa búið í [[Árnessýsla|Árnessýslu]] þar til Þórður bróðir hans féll frá [[1308]] en þá flutti hann að Skarði og tók við búi þar. Hann var lögmaður norðan og austan 1320-1329. Síðasta lögmannsár hans er sagt frá því að hann lét skera sundur [[vébönd]] kringum [[lögrétta|lögréttu]] á Alþingi. Ástæðan er ókunn en þetta þótti óhæfa og var hann sviptur lögmannsembættinu næsta vor.
Lína 10:
[[Flokkur:Lögmenn]]
[[Flokkur:Dalasýsla]]
 
{{fd|1260|1332}}