„Páll Guðbrandsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Navaro (spjall | framlög)
Ný síða: '''Páll Guðbrandsson''' (1573 - 10. nóvember 1621) var íslenskur sýslumaður, sonur Guðbrandar Þorlákssonar biskups og Halldóru Árn...
 
Cessator (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Páll Guðbrandsson''' ([[1573]] - [[10. nóvember]] [[1621]]) var íslenskur [[sýslumaður]], sonur [[Guðbrandur Þorláksson|Guðbrandar Þorlákssonar]] biskups og Halldóru Árnadóttur konu hans. Páll lærði í [[Hólaskóli (1106-1802)|Hólaskóla]] og fór síðan út til náms í [[Kaupmannahafnarháskóli|Kaupmannahafnarháskóla]] 1600-1603 en er sagður lítið hafa stundað námið, enda þótti hann ekki bókhneigður, en drykkju og skemmtanir þeim mun meira, og þótti föður hans það miður. Hann var skólameistari á Hólum í eitt ár eftir heimkomuna en kvæntist þá og varð sýslumaður í Húnavatnssýslu og umboðsmaður [[Þingeyrarklaustur]]sjarða. Hann bjó á [[Þingeyrar|Þingeyrum]] frá 1607. Páll var vinsæll, enda höfðinglundaður og gestrisinn, og þótti góður búmaður.
 
Kona Páls var Sigríður (1587-1633) dóttir Björns Benediktssonar sýslumanns á Munkaþverá en móðir hennar var Elín, dóttir [[Staðarhóls-Páll|Staðarhóls-Páls]] og Helgu [[Ari Jónsson|Aradóttur Jónssonar]]. Á meðal barna þeirra voru [[Þorlákur Pálsson]] bóndi og lögréttumaður í Víðidalstungu, [[Benedikt Pálsson]] bartskeri og klausturhaldari og [[Björn Pálsson]] sýslumaður á Espihóli.
 
== Heimildir ==
 
* {{vefheimild|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=2319041|titill=Saga latínuskóla á Íslandi til 1846. Tímarit hins íslenzka bókmenntafélags 1893.}}
 
[[Flokkur:Íslenskir sýslumenn]]
{{fd|1573|1621}}