„Eilífur Örn Atlason“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Eilífur örn Atlason''' var landnámsmaður í Skagafirði. Hann nam land á Skaga utan frá Mánaþúfu. Það örnefni er týnt og al...
 
Navaro (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
'''Eilífur örn Atlason''' var [[landnámsmaður]] í [[Skagafjörður|Skagafirði]]. Hann nam land á [[Skagi (Norðurland)|Skaga]] utan frá Mánaþúfu. Það örnefni er týnt og alveg óvíst hvar á austurströnd Skagans það var. Eilífur örn nam líka [[Laxárdalur (Skagafirði)|Laxárdal]] og samkvæmt [[Landnámabók]] einnig til [[Gönguskarðsá]]r og þar með [[Gönguskörð]] og [[Reykjaströnd]] en líkur hafi verið leiddar að því að landnámið hafi ekki náð svo langt inn eftir, heldur aðeins yfir Skaga og Laxárdal, en [[Skefill]] hafi numið Gönguskörð og Reykjaströnd. Allt er þó óvíst um þetta.

Landnámsjörð Eilífs arnar er líka óþekkt en hún var í Laxárdal. Sonur hans, Atli hinn rammi, er sagður hafa búið á Eilífsfjalli eða Eilífsfelli en það bæjarnafn er nú óþekkt. Fjallið [[Tindastóll]], sem gnæfir yfir landnámi Eilífs, hét áður Eilífsfjall.
 
Í upptalningu Landnámabókar á landnámsmönnum í Húnaþingi er eyða í röðinni frá landnámi [[Holti (landnámsmaður)|Holta]] í [[Langidalur|Langadal]] og að landnámi [[Hólmgöngu-Máni|Hólmgöngu-Mána]] úti á [[Skagaströnd]], fyrir utan Fossá, og hefur sú kenning verið sett fram að landnám Eilífs arnar hafi náð þvert yfir [[Skagi (Norðurland)|Skagann]], en sú tilgáta er talin ósennileg.
 
==Heimildir==
 
* {{vefheimild|url=http://www.snerpa.is/net/snorri/landnama.htm|titill=Landnámabók}}
* {{bókaheimild|höfundur=Ólafur Lárusson|titill=Landnám í Skagafirði|útgefandi=Sögufélag Skagfirðinga|ár=1940}}
 
[[Flokkur:Landnámsmenn á Íslandi]]