„Norðurslóðir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
leiðréttingar
Lína 15:
Í norðurhéruðum Rússlands eru þjóðarbrotin [[Tjúktar]], [[Komi]], [[Kirjálar]] og [[Jakútar]] sem hvert um sig telur nokkur hundruð þúsund manns. Þau hafa öll sérstök sjálfstjórnarsvæði. Einnig eru 26 minni þjóðarbrot dreifð um Síberíu og er áætlað að þessum þjóðarbrotum tilheyri u.þ.b. 186.000 manns. Meðal þeirra eru [[Kantar]] sem búa með fram [[Ob]]-fljótinu í vesturhluta Síberíu og [[Evenar]] sem halda [[hreindýr]] og búa í Austur-Síberíu nálægt Kyrrahafi.
 
Hefðbundið viðurværi íbúa norðurslóða eru [[veiðar]] og [[kvikfjárrækt]] (t.d. [[fiskveiðar]], [[selveiði]], [[hvalveiðar]], [[sauðfjárrækt]] og [[hreindýrarækt]]). Vegna kulda eru fá svæði á norðurslóðum sem henta til [[akuryrkja|akuryrkju]] en aftur á móti er á vissum árstímum mikil veiði, bæði á landi, í vötnum og í hafi. Vegna þessa var hlutfall dýraafurða hærra í fæðu íbúa norðurslóða en fólks í öðrum heimshlutum og þess sér enn merki í fæðuvali.
 
== Náttúra ==