„Þorskafáninn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Þorskafáninn''' (eða '''Þorskafáni Jörundar''') var fáni Jörundar hundadagskonugs meðan hann ríkti yfir Íslandi. [[Jörgen Jörgen...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 27. júlí 2008 kl. 18:28

Þorskafáninn (eða Þorskafáni Jörundar) var fáni Jörundar hundadagskonugs meðan hann ríkti yfir Íslandi.

Jörgen Jörgensen tók völd á Íslandi í júní 1809, og lét þá gera sérstakan fána handa Íslandi. Segir svo á tilkynningu hans frá 11. júlí 1809:

Ad þad íslenska Flagg skal vera blátt, með 3ur hvítum þorskfiskum á, hvørs vyrdingu Vér viljum takast á hendur að forsvara með Voru Lífi og Blodi.

Þorskarnir þrír voru í efri stangarreit, og var fáni þessi dreginn að húni og hylltur með fallbyssuskotum á hádegi 12. júlí 1809. Fánastöngin var við pakkhús eitt í Hafnarstræti.


Tengt efni

   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.