Munur á milli breytinga „Efnahagur Íslands“

ekkert breytingarágrip
Líkt og í öðrum [[Norðurlönd]]um er [[blandað hagkerfi]] á Íslandi, þ.e. [[kapítalismi|kapitalískt]] [[markaður|markaðskerfi]] í bland við [[velferðarkerfi]]. Nokkuð dró úr [[Hagvöxtur|hagvexti]] á árunum [[2000]] til [[2002]], en árið 2002 var hann neikvæður um 0,6%, frá 2003 hefur hagvöxtur hins vegar verið drjúgur en efnahagur í samanburði við nágrannalönd einkennst af óstöðugleika.</onlyinclude>
 
==Óróleiki á markaðiKreppan 2008==
Á byrjun árs [[2008]] tóku íslenskar vísitölur að falla. Verð á hlutabréfum í stórum íslenskum fyrirtækjum, s.s. [[Exista]] og [[SPRON]] (sem eiga hluti hvort í öðru) féllu einnig. Þann [[17. mars]] [[2008]] féll gengisvísistala íslensku krónunnar um 6,97% og var það mesta fall í sögu hennar. Í kjölfarið komu upp umræður um að s.k. [[jöklabréf]]um<ref>Sjá Vísindavefurinn: [http://visindavefur.is/svar.php?id=6655 Hvað eru jöklabréf?], Gylfi Magnússon</ref> væri um að kenna. Frá [[Seðlabanki Íslands|Seðlabankanum]] bárust ásakanir um að erlendir [[vogunarsjóður|vogunarsjóðir]]<ref>[http://www.thisismoney.co.uk/investing-and-markets/article.html?in_article_id=440172&in_page_id=3&in_page_id=3 Kaupthing accuses hedge funds of 'smears]</ref> og aðrir „óprúttnir miðlarar hafi ákveðið að gera úrslitatilraun til að brjóta niður íslenska fjármálakerfið.“<ref>[http://www.sedlabanki.is/?PageID=13&NewsID=1704 Ræða Davíðs Oddssonar, formanns bankastjórnar Seðlabanka Íslands, á ársfundi bankans 28. mars 2008]</ref> Íslenski Seðlabankinn hækkaði vexti sína í 15,5% þann [[10. apríl]] og voru þeir þá þeir hæstu í Evrópu. Stuttu síðar gaf Seðlabankinn út þá spá að [[fasteign]]averð á Íslandi myndi lækka að raunvirði um 30% til ársins [[2010]] og þá yrði verðbólgumarkmiðum Seðlabankans náð.<ref>[http://www.mbl.is/mm/vidskipti/frettir/2008/04/11/30_prosent_laekkun_ibudaverds_ad_raunvirdi_til_arsl/ 30% lækkun íbúðaverðs að raunvirði til ársloka 2010]</ref> Frá erlendum fréttaveitum, t.d. [[BBC]], bárust í kjölfarið jákvæðar fréttir af stöðu íslenska efnahagsins.<ref>BBC: [http://news.bbc.co.uk/2/hi/business/7340564.stm Iceland's hi-tech future under threat]</ref><ref>Guardian: [http://www.guardian.co.uk/business/2008/apr/17/creditcrunch Iceland first to feel the blast of global cooling]</ref><ref>NYTimes: [http://www.nytimes.com/2008/04/18/business/worldbusiness/18iceland.html?hp Iceland, a Tiny Dynamo, Loses Steam]</ref> Gagnrýni á stjórn peningamála hjá Seðlabankanum, og hagstjórn ríkisstjórnarinnar almennt varð hávær í kjölfarið. Áður hafði verið talað um að auka þyrfti við gjaldeyrisvaraforða Seðlabankans, sem yrði notaður til þess að borga þær skuldbindingar sem bankarnir gætu ekki staðið undir. [[Björgólfur Guðmundsson]], formaður bankaráðs [[Landsbanki Íslands|Landsbanka Íslands]], reifaði hugmyndir um að íslenska ríkið myndi stofna [[þjóðarsjóður|þjóðarsjóð]].<ref>{{vefheimild|url=http://www.fiskifrettir.is/?gluggi=frett&flokkur=1&id=42185|titill=Björgólfur Guðmundsson: Íslendingar stofni þjóðarsjóð|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Viðskiptablaðið]]}}</ref> Þórólfur Matthíasson, hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands, sagði t.a.m. í viðtali í lok apríl að „[n]ú [ættu] stjórnvöld fáa kosti og engan góðan.“<ref>RÚV: [http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item203564/ Erfitt að leysa efnahagsvandann]</ref> Þann 28. apríl gaf [[Hagstofa Íslands]] út tilkynningu um að hækkanir á [[vísitala neysluverðs|vísitölu neysluverðs]] höfðu ekki verið jafn miklar síðan í júlí 1988 og að [[verðbólga]] hafi ekki mælst jafn mikil síðan í september 1990.<ref>{{vefheimild|url=http://www.hagstofan.is/Pages/95?NewsID=3166|titill=Vísitala neysluverðs í apríl 2008|árskoðað=2008|mánuðurskoðað=29. apríl|útgefandi=[[Hagstofa Íslands]]}}</ref> Ragnar Árnason, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, tók af öll tvímæli þegar hann lýsti því yfir í erindi sem hann hélt 3. maí að íslenska hagkerfið væri í djúpri kreppu sem hann taldi að myndi ekki linna fyrr en [[2009]] í það fyrsta.<ref>{{vefheimild|url=http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item204189/|titill=Hagkerfið komið í kreppu
|ár=2008|mánuður=3. maí|útgefandi=RÚV}}</ref>
 
==Samsetning==
11.619

breytingar