„Torstensonófriðurinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 1:
[[Image:Lennart_Torstenson_%28ur_Svenska_Familj-Journalen%29.png|thumb|right|Lennart Torstenson, mynd úr [[Svenska Familj-Journalen]] gerð eftir málverki [[David Beck]] (1621-1656)]]
'''Torstensonófriðurinn''' var styrjöld milli [[Danmörk|Danmerkur]] og [[Svíþjóð]]ar sem varði frá því þegar sænski herinn gerði innrás í Danmörku, [[12. desember]] [[1643]], til [[13. ágúst]] [[1645]] þegar friðarsamningar voru undirritaðir í [[Brömsebro]] á [[Skánn|Skáni]]. Stríðið er kennt við yfirhershöfðingja sænska hersins í [[Þýskaland]]i, [[Lennart Torstenson]], þótt það hafi í raun verið runnið undan rifjum sænska ríkiskanslarans [[Axel_Oxenstierna|Axels Oxenstierna]].
 
== Framvindan ==
Afskipti [[Kristján_IV|Kristjáns IV]] af málefnum Þýskalands, þar sem hann reyndi að skapa þriðja bandalagið, [[Eyrarsundstollurinn]], sem hefti útflutning Svía á hergögnum, auk þeirrar slæmu hernaðarlegu stöðu sem Svíar voru í eftir ósigur í [[Kalmarófriðurinn|Kalmarófriðnum]] ([[1611]]–[[1613]]), leiddi til þess að sænska stjórnin ákvað innrás í Danmörku í maí árið 1643. Lennart Torstenson var þá staddur í [[Olmütz]] með sænska herinn (sem þá var að mestu skipaður málaliðum) og var skipað af sænsku stjórninni að gera innrás í [[Jótland]]. Torstenson réðist svo snögglega inn í Danmörku að engum vörnum varð við komið og herinn lagði undir sig allt Jótland í janúar [[1644]].
 
Í febrúar réðist [[Gustav Horn]] inn í Skán. Sænski flotinn átti svo að flytja hermenn til eyjanna og taka þannig Danmörku alla. [[Holland|Hollendingar]], sem voru mjög óánægðir vegna hækkana á [[Eyrarsundstollurinn|Eyrarsundstollinum]], gerðu bandalag við Svía og sendu flota til aðstoðar. Þessi fyrirætlan mistókst vegna dirfskulegrar mótstöðu Danakonungs sem hafði nauman sigur í sjóorrustum við [[Lister Dyb]] ([[16. maí|16.]] og [[21. maí]]) og [[Kolberger Heide]] ([[1. júlí]]).
 
[[Ferdinand III]] keisari sendi Dönum liðsauka undir stjórn hershöfðingjans [[Matthias Gallas]], en sænski herinn hrakti þá frá Jótlandi.