„Ellý Katrín Guðmundsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
'''Ellý Katrín Guðmundsdóttir''' (fædd 15. september 1964 í Reykjavík) er íslenskur lögfræðingur og fyrrum borgarritari [[Reykjavík]]urborgar. Hún hefur vakið athygli fyrir að beina sjónum almennings að [[Alzheimer]]-sjúkdómnum sem lagðist á hana 51 árs að aldri. Hún var sæmd riddarakrossi [[Fálkaorðan|Fálkaorðunnar]] 17. júní 2020 fyrir störf á opinberum vettvangi og framlag til opinskárrar umræðu um Alzheimer sjúkdóminn.
 
Hún er gift [[Magnús Karl Magnússon|Magnúsi Karli Magnússyni]], fyrrum deildarforseta í læknadeild HÍ og eiga þau tvö börn. Móðir Ellýjar er færeysk. Bróðir hennar er [[Pétur Guðmundsson]] körfuboltakappi.
 
Hún lauk gagnfræðaprófi frá [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólanum í Reykjavík]] 1980 og lauk svo stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Hamrahlíð|Menntaskólanum í Hamrahlíð]]. Hún lauk embættisprófi í [[lögfræði]] frá [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] 1990, og lauk meistaraprófi í umhverfis- og alþjóðarétti frá University of Wisconsin Law School 1998.