„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 30:
Elísabet fæddist árið 1926 og var hin eldri af tveimur dætrum [[Georg 6. Bretlandskonungur|Alberts hertoga af York]] og eiginkonu hans, [[Elísabet drottningarmóðir|Elísabetar Bowes-Lyon]]. Albert var yngri sonur [[Georg 5.|Georgs 5.]] Bretlandskonungs og ekki var gert ráð fyrir því við fæðingu Elísabetar að hann eða niðjar hans myndu taka við bresku krúnunni. Þegar Georg konungur lést árið 1936 tók [[Játvarður 8. Bretlandskonungur|Játvarður]], föðurbróðir Elísabetar, við krúnunni en ákvað sama ár að segja af sér til þess að geta kvænst [[Wallis Simpson]], tvífráskilinni Bandaríkjakonu sem ríkisstjórninni þótti ekki efni í drottningu. Þetta leiddi til þess að faðir Elísabetar var krýndur konungur undir nafninu Georg 6. og Elísabet varð ríkisarfi að bresku krúnunni.<ref name=dv2015>{{Vefheimild|titill=Elísabet II slær met Viktoríu|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=6798058|útgefandi=''Dagblaðið Vísir''|ár=2015|mánuður=8. september|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september|höfundur=Kolbrún Bergþórsdóttir}}</ref>
 
Elísabet ólst upp í skugga [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjaldarinnar]] og tók nokkurn þátt í starfsemi breska heimavarnarliðsins sem ung kona á stríðsárunum.<ref>{{Vefheimild|titill=Elísabet prinsessa er orðin myndug|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1251604|útgefandi=''Morgunblaðið''|ár=1944|mánuður=22. apríl|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september|höfundur=Cynthia Asquith}}</ref> Elísabet flutti sitt fyrsta útvarpsávarp árið 1940, þegar hún var fjórtán ára. Í því ávarpaði hún bresk börn sem höfðu verið send í fóstur út í sveit vegna [[Orrustan um Bretland|loftárása Þjóðverja]] og hvatti þau til að sýna styrk og hugrekki. Þegar Elísabet var tæplega sextán ára var hún gerð að ofursta í breska hernum og hlaut herþjálfun í samræmi við hefðbundna menntun breskra krúnuarfa.<ref name=ruv2016>{{Vefheimild|titill=Elísabet níræð - konungsveldi á tímamótum|url=https://www.ruv.is/frett/elisabet-niraed-konungsveldi-a-timamotum|útgefandi=RÚV|ár=2016|mánuður=20. febrúar|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september}}</ref> Elísabet vann meðal annars í flutningadeild hjálparsveitanna, bæði sem bílstjóri og bifvélavirki.<ref>{{Vefheimild|titill=Höfuð elstu veraldlegrar stofnunar Bretaveldis|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4058992|útgefandi=''Tíminn, helgin''|ár=20161990|mánuður=23. júní|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=21. september}}</ref>
 
Elísabet kynntist grískættuðum frænda sínum, [[Filippus prins, hertogi af Edinborg|Filippusi]], þegar hún var þrettán ára og þau felldu brátt hugi saman. Elísabet og Filippus trúlofuðust árið 1947 og giftust síðar sama ár.<ref name=dv2015/>