„Engill“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Þjarkur færði Engill á Engill (nafn): Ekki aðalmerkingin
Merki: Ný endurbeining
 
m Fjarlægði endurbeiningu á Engill (nafn)
Merki: Fjarlægði endurbeiningu
Lína 1:
[[Mynd:The_Wounded_Angel_-_Hugo_Simberg.jpg|thumb|right|''Særði engillinn'', málverk eftir [[Hugo Simberg]].]]
#tilvísun [[Engill (nafn)]]
'''Engill''' er [[vættur]] sem kemur fyrir í ýmsum [[trúarbrögð]]um. Heitið kemur úr [[gríska]] orðinu ἄγγελος ''angelos'' („sendiboði“). Englar koma fyrir í goðsögum [[sóróismi|sóróisma]], [[abrahamísk trúarbrögð|abrahamískum trúarbrögðum]] (eins og [[gyðingdómur|gyðingdómi]], [[kristni]] og [[íslam]]), í [[nýplatónismi|nýplatónisma]] og ýmis konar [[dultrú]]. Í goðsögum abrahamískra trúarbragða koma englar fyrir í eins konar stigveldi, þar sem efstir sitja [[erkiengill|erkienglar]] eins og [[Mikael erkiengill]] og [[Gabríel erkiengill]]. Þar koma líka fyrir [[fallinn engill|fallnir englar]], sem samkvæmt sögunni syndguðu gegn [[guð]]i og var kastað þaðan.
 
Englum er oft lýst sem ægifögrum verum með vængi, sem í kristnum helgimyndum eru oft [[fugl]]svængir. Þar koma þeir líka oft fyrir með [[geislabaugur|geislabauga]] og [[himneskt ljós]]. Hlutverk engla er að bera skilaboð frá guði til manna, birta mönnum [[sýn]]ir, gæta manna ([[verndarengill|verndarenglar]]) og flytja sálir manna til [[himnaríki]]s.
 
{{stubbur}}
 
[[Flokkur:Gyðingdómur]]
[[Flokkur:Kristni]]
[[Flokkur:Íslam]]
[[Flokkur:Baháí]]
[[Flokkur:Goðsagnaverur]]