Engill er vættur sem kemur fyrir í ýmsum trúarbrögðum. Heitið kemur úr gríska orðinu ἄγγελος angelos („sendiboði“). Englar koma fyrir í goðsögum sóróisma, abrahamískum trúarbrögðum (eins og gyðingdómi, kristni og íslam), í nýplatónisma og ýmis konar dultrú. Í goðsögum abrahamískra trúarbragða koma englar fyrir í eins konar stigveldi, þar sem efstir sitja erkienglar eins og Mikael erkiengill og Gabríel erkiengill. Þar koma líka fyrir fallnir englar, sem samkvæmt sögunni syndguðu gegn guði og var varpað úr Himnaríki.

Særði engillinn, málverk eftir Hugo Simberg.

Englum er oft lýst sem ægifögrum verum með vængi, sem í kristnum helgimyndum eru oft fuglsvængir. Þar koma þeir líka oft fyrir með geislabauga og himneskt ljós. Hlutverk engla er að bera skilaboð frá guði til manna, birta mönnum sýnir, gæta manna (verndarenglar) og flytja sálir manna til Himnaríkis.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.