„Gladys Knight & the Pips“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: thumb|right|Gladys Knight & the Pips um borð í flugmóðurskipinu ''[[USS Ranger'' árið 1981.]] '''Gladys Knight & the Pips''' voru bandarísk ryþmablús-/sálartónlistar-/fönkhljómsveit frá Atlanta í Georgíu sem starfaði í um þrjá áratugi við mikinn orðstír. Meðal þekktustu smella hljómsveitarinnar eru lögin „I heard it through the grapevine“ frá 1967 og „Midnight train to Georgia...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 2:
'''Gladys Knight & the Pips''' voru bandarísk [[ryþmablús]]-/[[sálartónlist]]ar-/[[fönk]]hljómsveit frá [[Atlanta (Georgíu)|Atlanta]] í Georgíu sem starfaði í um þrjá áratugi við mikinn orðstír. Meðal þekktustu smella hljómsveitarinnar eru lögin „[[I heard it through the grapevine]]“ frá 1967 og „[[Midnight train to Georgia]]“ frá 1974.
 
Hljómsveitin var stofnuð árið 1952 af systkinunum [[Gladys Knight]], [[Merald „Bubba“ Knight]], Brendu Knight og frændsystkinum þeirra Eleanor og [[William Guest]] og hét þá einfaldlega „The Pips“. Hljómsveitin komst á samning hjá [[Brunswick Records]] árið 1957 og tóku þar upp tvær smáskífur sem seldust illa. Eleanor og Brenda yfirgáfu hljómsveitina 1959, en í þeirra stað komu [[Edward Patten]] og Langston George. Þau tóku upp fyrsta smell sveitarinnar „[[Every beat of my heart]]“ árið 1961 en árið eftir hættu bæði Gladys og Langston í hljómsveitinni, en. Gladys gekk svo aftur til liðs við hana árið 1964. Hljómsveitin varð snemma þekkt fyrir æfða sviðsframkomu og dansspor sem tryggðu henni vinsældir.
 
Árið 1966 tók [[Motown]] hljómsveitina upp á sína arma sem „Gladys Knight and the Pips“ og þar náði hún mestum vinsældum. Fyrsti smellur hennar hjá Motown var „I heard it through the grapevine“ eftir lagasmíðadúóið [[Norman Whitfield]] og [[Barrett Strong]]. Hljómsveitin tók upp fjölda vinsælla laga fyrir útgáfuna, eins og „If I were your woman“ og „Neither one of us (wants to be the first to say goodbye)“. Árið 1973 hvarf hljómsveitin frá Motown og til [[Buddah Records]]. Þar tók hún upp stærsta smell hljómsveitarinnar „Midnight train to Georgia“ eftir [[Jim Weatherly]] sem náði í 1. sæti á bandaríska [[Billboard]]-listanum 1974. Árið 1980 fór hljómsveitin til [[Columbia Records]] og 1989 hætti hún störfum.