„Víetnam“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 61:
 
==Saga==
[[Mynd:DrumFromSongDaVietnamDongSonIICultureMid1stMilleniumBCEBronze.jpg|thumb|right|Đông Sơn-bronstromma.]]
Elstu menjar um mannabyggð í Víetnam eru frá [[Fornsteinöld]]. Steingervingar tengdir ''[[Homo erectus]]'' hafa fundist í hellum í [[Lạng Sơn]] og [[Nghệ An]] í Norður-Víetnam. Elstu leifar frá ''[[Homo sapiens]]'' í Víetnam eru frá [[Miðpleistósen]]. Tennur úr ''Homo sapiens'' frá [[Síðpleistósen]] hafa fundist í Dong Can, og frá [[Árhólósen]] frá Mai Da Dieu, Lang Gao og Lang Cuom. Um árið 1000 f.o.t. varð [[hrísgrjón]]arækt á [[flæðiakur|flæðiökrum]] grundvöllur [[Đông Sơn-menningin|Đông Sơn-menningarinnar]] sem er þekktust fyrir íburðarmiklar steyptar bronstrommur. Um þetta leyti komu fram víetnömsku ríkin [[Văn Lang]] og [[Âu Lạc]] og áhrifa þeirra gætti víða í Suðaustur-Asíu, meðal annar á [[Malajaeyjar|Malajaeyjum]] allt 1. árþúsundið f.o.t.
 
Lína 105 ⟶ 106:
Norður- og Suður-Víetnam voru formlega sameinuð sem Alþýðulýðveldið Víetnam 2. júlí 1976. Víetnamstríðið skildi landið eftir í rúst og talið er að milli 966.000 og 3,8 milljónir hafi týnt lífinu. Undir stjórn [[Lê Duẩn]] voru engin fjöldamorð framin á Suður-Víetnömum eins og Vesturveldin höfðu óttast, en 300.000 voru send í endurmenntunarbúðir þar sem fangar voru látnir vinna erfiðisvinnu og margir máttu þola pyntingar, hungur og sjúkdóma. Samyrkjustefna var tekin upp í landbúnaði og iðnaði. Eftir að [[Rauðu Kmerarnir]] fyrirskipuðu fjöldamorð á Víetnömum í landamærabæjunum [[An Giang]] og [[Kiên Giang]] gerði Víetnam [[Innrás Víetnams í Kambódíu|innrás í Kambódíu]] og setti þar á fót leppstjórn, [[Alþýðulýðveldið Kampútsea|Alþýðulýðveldið Kampútseu]], sem ríkti til 1989. Þetta leiddi til versnandi samskipta við Kína sem hafði stutt Kmerana. Í kjölfarið tók Víetnam upp nánari samskipti við Sovétríkin.
 
Á [[Sjötta þing Kommúnistaflokks Víetnams|sjötta þingi Kommúnistaflokks Víetnams]] í desember 1986 tók ný kynslóð umbótasinna við valdataumunum í Víetnam. Leiðtogi þeirra var [[Nguyễn Văn Linh]] sem varð aðalritari flokksins. Hann hóf röð umbóta sem lutu að því að færa landið frá [[áætlunarbúskapur|áætlunarbúskap]] í átt til meira efnahagslegs frjálsræðis í nafni [[sósíalískt markaðshagkerfi|sósíalísks markaðshagkerfis]]. Umbæturnar voru kallaðar [[Đổi Mới]] („endurnýjun“). Ríkið hélt stjórn á lykilatvinnuvegum en hvatti jafnframt til fjárfestinga einkaaðila og útlendinga. Í kjölfarið óx efnahagur Víetnams hratt samhliða auknum ójöfnuði.
 
==Landfræði==