„Elísabet 2. Bretadrottning“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
mEkkert breytingarágrip
Lína 47:
Rannsókn ''[[The Guardian]]'' á skjölum úr Þjóðskjalasafni Bretlands bendir til þess að á valdatíð sinni hafi Elísabet getað beitt svokölluðu „samþykki drottningarinnar“ (e. ''Queen's consent'') til þess að hafa áhrif á lagasetningar áður en þær eru samþykktar af breska þinginu. Meðal annars hafi lögfræðingur drottningarinnar beitt ríkisstjórn [[Edward Heath|Edwards Heath]] þrýstingi á áttunda áratuginum til þess að hún yrði undanskilin nýjum upplýsingalögum sem hefðu annars skyldað hana til þess að gera opinberar upplýsingar um eignarhluti og auðæfi sín.<ref>{{Vefheimild|titill=Hlutaðist til um lög til að halda auðæfunum leyndum|url=https://www.ruv.is/frett/2021/02/08/hlutadist-til-um-log-til-ad-halda-audaefunum-leyndum|útgefandi=RÚV|höfundur=Valgerður Árnadóttir|ár=2021|mánuður=8. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=24. mars}}</ref> Elísabet hafi þannig farið með dulda valdheimild í formi táknrænnar athafnar á ríkisárum sínum.<ref>{{Vefheimild|titill=Drottningin fékk lögum breytt til að sveipa auðæfi sín leyndarhjúp
|url=https://www.visir.is/g/20212070722d|útgefandi=''Vísir''|höfundur=Hólmfríður Gísladóttir|ár=2021|mánuður=7. febrúar|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=24. mars}}</ref>
 
Filippus prins, eiginmaður Elísabetar, lést í apríl árið 2021, en þau Elísabet höfðu þá verið gift í rúm 73 ár.<ref>{{Vefheimild|titill=Átti sér­stak­an stað í hjarta Breta|url=https://www.mbl.is/folk/frettir/2021/04/09/atti_serstakan_stad_i_hjarta_breta/|útgefandi=[[mbl.is]]|ár=2021|mánuður=9. apríl|árskoðað=2021|mánuðurskoðað=9. apríl}}</ref>
 
== Tenglar ==