Munur á milli breytinga „Halldóra Eldjárn“

ekkert breytingarágrip
 
'''Halldóra Kristín Ingólfsdóttir Eldjárn''' (24. nóvember 1923 – 21. desember 2008) var [[forsetafrú Íslands]] 1968–1980 og eiginkona [[Kristján Eldjárn|Kristjáns Eldjárns]] [[Forseti Íslands|forseta Íslands]].
 
Halldóra er fædd og uppalin á [[Ísafjörður|Ísafirði]]. Foreldrar hennar voru hjónin Ingólfur Árnason og kona hans Ólöf Sigríður Jónsdóttir. Halldóra lauk gagnfræðaprófi á Ísafirði og fór þaðan til náms í [[Verzlunarskóli Íslands|Verslunarskóla Íslands]] og lauk verslunarprófi þaðan árið 1942 með ágætiseinkunn. Að loknu námi starfaði Halldóra í nokkur ár við skrifstofustörf hjá Magnúsi Kjaran stórkaupmanni í Reykjavík.<ref name=":0">Stefanía Haraldsdóttir, [https://skemman.is/bitstream/1946/17875/1/STEFANIA_HARALDSDOTTIR.BA.SAGNFRAEDI.pdf „Bankað upp á að Bessastöðum“] BA-ritgerð í sagnfræði, bls. 28-33 (2014).</ref>
 
Árið 1947 gengu Halldóra og Kristján Eldjárn í hjónaband. Þau eignuðust fjögur börn en þau eru [[Ólöf Eldjárn]] (1947–2016) ritstjóri og þýðandi, [[Þórarinn Eldjárn]] (f. 1949) rithöfundur, [[Sigrún Eldjárn]] (f. 1954) rithöfundur og myndlistarkona, og [[Ingólfur Árni Eldjárn]] (f. 1960) tannlæknir.
Kristján gegndi embætti þjóðminjavarðar og frá 1950 var heimili fjölskyldunnar í íbúð í húsi [[Þjóðminjasafn Íslands|Þjóðminjasafnsins]] við [[Suðurgata|Suðurgötu]], allt þar til Kristján var kjörinn forseti Íslands árið 1968 og fjölskyldan flutti að [[Bessastaðir|Bessastöðum]]. Við þau tímamót ákvað Halldóra að taka bílpróf svo hún væri ekki öðrum háð varðandi ferðir til og frá Bessastöðum.<ref name=":0" />
 
Kristján og Halldóra bjuggu að Bessastöðum til ársins 1980 er Kristján lét af embætti forseta Íslands. Kristján lést árið 1982 en eftir andlát hans starfaði Halldóra í nokkur ár hjá Orðabók [[Orðabók Háskóli Íslands|Orðabók Háskóla Íslands]].<ref>{{Cite web|url=https://www.mbl.is/frettir/innlent/2008/12/22/halldora_eldjarn_latin/|title=Halldóra Eldjárn látin|last=|first=|date=22. desember 2008|website=|publisher=Morgunblaðið|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=}}</ref>
 
== TilvísunTilvísanir ==
{{reflist}}
<references />
 
[[Flokkur:Íslenskar forsetafrúr]]