Finnst mikilvægt að íslenska útgáfan af Wikipediu hafi að geyma vandaðar greinar á góðri íslensku um sem flest og langaði til að leggja mitt af mörkum, sérstaklega með því fjölga greinum um konur og kvennasögu. Hef reynt að bæta við efni um áhugaverðar konur og ýmislegt annað sem tengist kvennasögu.

Að öðru leyti er ég almennt afskiptasöm, smámunasöm og finnst leiðinlegt að sjá rauða tengla og hef því reynt að laga til, ef eitthvað verður á vegi mínum hér sem mér finnst mega bæta.