„Dóra Þórhallsdóttir“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Lína 6:
 
Dóra sótti fundi ungmennafélaga á æskuárum sinum, sat í stjórn [[Lestrarfélag kvenna|Lestrarfélags kvenna]], í skólanefnd [[Kvennaskólinn í Reykjavík|Kvennaskólans í Reykjavík]] og sóknarnefnd [[Dómkirkjan í Reykjavík|Dómkirkjunnar]]. Kirkjusókn var henni hugleikin sem og málefni [[Þjóðkirkja Íslands|Þjóðkirkjunnar]]. Dóra lagði gjarnan áherslu á að rækt yrði lögð við söngkennslu í skólum og var auk þess mikil hannyrðakona og lætur eftir sig fjölda fallegra muna.<ref>{{Vefheimild|titill=Forsetafrúin er látin|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=1096724|útgefandi=''[[Tíminn]]''|ár=1964|mánuður=11. september}}</ref>
 
Dóra var 59 ára gömul þegar hún varð forsetafrú. Við embættistöku Ásgeirs klæddist hún íslenskum skautbúningi og hafa forsetafrúr allar götur síðan fylgt þeim sið að klæðast skautbúningi við embættistöku eiginmanna sinna.
 
Á fullveldisdaginn, 1. desember 1954 var hún sæmd stórkrossi [[Hin íslenska fálkaorða|Hinnar íslensku fálkaorðu]].
 
Dóra lést úr bráðahvítblæði í september árið 1964, rúmum mánuði eftir að fjórða kjörtímabil Ásgeirs í embætti forseta hófst.
 
== Tilvísun ==