„Sigurður Pálsson (skáld)“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
Kvk saga (spjall | framlög)
Lína 2:
 
== Ævi ==
Sigurður fæddist á Skinnastað í Norður-Þingeyjarsýslu þar sem faðir hans var prestur. Sigurður lauk stúdentsprófi frá [[Menntaskólinn í Reykjavík|Menntaskólanum í Reykjavík]] árið 1967 og lauk námi í leikhúsfræði og bókmenntum í [[Sorbonne-háskóli|Sorbonne háskóla]] í París. Aðalstarf Sigurðar var við ritstörf og þýðingar en hann sinnti einnig ýmsum öðrum störfum, t.d. var hann fréttaritari, leiðsögumaður, kennari og starfaði við sjónvarp og kvikmyndir. Hann kenndi við [[Leiklistarskóli Íslands|Leiklistarskóla Íslands]] 1975–1978 en síðustu æviár sín sinnti hann kennslu við ritlistardeild Háskóla Íslands.
 
Hann var forseti Alliance Française um tíma og formaður Rithöfundasambands Íslands frá 1984-1988.