„Ástralía“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
m stafsetning
Lína 78:
Alþjóðlega nafnið Ástralía er dregið af [[Latína|latneska]] orðinu ''australis'' sem þýðir ''suðrænt'' og hefur að minnsta kosti síðan á [[2. öld]] verið notað yfir óþekkta heimsálfu í suðri (''[[wikt:en:terra|terra]] [[wikt:en:australis|australis]] [[wikt:en:incognitus|incognita]]''). Breski [[landkönnuður]]inn [[Matthew Flinders]] gaf meginlandinu nafnið ''Terra Australis'' en áður höfðu [[Holland|Hollendingar]] nefnt það ''Nova Hollandia'' eða Nýja-Holland.
 
Flinders breytti nafninu í Ástralía (''Australia'' á ensku) á korti sem hann lauk við árið [[1804]] þegar hann var í haldi [[Frakkland|Frakka]] á [[Máritíus]]. Þegar hann kom aftur heim til [[England]]s árið [[1814]] og gaf út verk sín neyddi breska flotastjórnin hann til að breyta nafninu aftur í ''Terra Australis''. Það var svo árið [[1824]] að [[Lachlan Macquarie]], landsstjóri [[Nýja -Suður -Wales]], náði að sannfæra flotastjórnina um að breyta nafninu opinberlega í Ástralía eftir að hafa gert sér grein fyrir að það væri það nafn sem Flinders líkaði best við.
 
== Saga ==
Margar mismunandi kenningar eru uppi um það hvenær og hvernig fólk kom fyrst til Ástralíu. Þær kenningar sem vilja rekja mannvist þar hvað lengst aftur halda fram að [[nútímamaður]]inn hafi þróast þar. Þær kenningar njóta þó ekki mikillar hylli og er talið að besta ágiskunin sé að fólk hafi komið þangað fyrst fyrir um 53.000 árum. Elstu öruggu leifar um mannvist í Ástralíu eru 50.000 ára. Lítið er vitað með vissu um sögu Ástralíu frá þeim tíma fram að komu fyrstu [[Evrópa|Evrópumanna]] þangað, þar sem [[Frumbyggjar Ástralíu|frumbyggjarnir]] þróuðu aldrei með sér ritmál. [[Portúgal]]ar voru fyrstir Evrópumanna til að sjá heimsálfuna svo staðfest væri en könnun hófst ekki fyrr en á [[17. öld]]. Fyrstir Evrópumanna til að setjast að í Ástralíu voru [[Bretland|Bretar]] sem árið [[1788]] stofnuðu [[Fanganýlenda|fanganýlendu]] þar sem nú er [[Sydney]] og utan um hana nýlenduna [[Nýja -Suður -Wales]] sem náði yfir allt meginland Ástralíu fyrir utan [[Vestur-Ástralía|Vestur-Ástralíu]], auk [[Tasmanía|Tasmaníu]]. Eftir því sem bresk byggð breiddist út yfir hina nýju [[Nýlenda|nýlendu]], voru svo nýjar nýlendur klofnar frá, til að mynda [[Tasmanía]] ([[1825]], en hún var þá kölluð Van Diemensland), [[Suður-Ástralía]] ([[1836]]), [[Victoria]] ([[1851]]) og [[Queensland]] ([[1859]]). Vestur-Ástralía varð bresk nýlenda árið [[1829]]. Til að byrja með var þróun mjög hæg í hinum nýju nýlendum. Efnahagurinn byggðist aðallega á [[Sauðfé|sauðfjárrækt]] og sölu afurða hennar, svo sem [[ull]]ar. Árið [[1851]] fannst hins vegar gull í Ástralíu og síðan þá hefur námagröftur verið meðal helstu atvinnuvega landsins. Upp frá því uxu borgirnar við suður- og austurströnd landsins hratt og um tíma var [[Melbourne]] næststærsta borg breska heimsveldisins. Árið [[1901]] sameinuðust nýlendurnar sex í Samveldið Ástralíu, fullvalda ríki í konungssambandi við Bretland. Deilur risu hins vegar upp um hvar [[höfuðborg]] hins nýja samveldis skyldi vera (bæði Melbourne og [[Sydney]] gerðu tilkall til titilsins) en á endanum var sú ákvörðun tekin að Melbourne yrði höfuðborg þangað til [[Höfuðborgarsvæði Ástralíu]] yrði stofnað mitt á milli borganna tveggja. Það var gert árið [[1911]] og Samveldisþingið flutt þangað [[1927]].
 
== Stjórnsýsla ==
Lína 96:
[[Mynd:Australia states map.png|thumbnail|Kort sem sýnir landamæri ástralskra fylkja og svæða.]]
Samveldið Ástralía er sett saman úr sex fylkjum, sem eru aðilar að samveldinu, og nokkrum svæðum sem eru að hluta undir stjórn samveldisins en hafa þó mismikla sjálfstjórn. Öll fylkjanna eru á meginlandinu utan eitt, sem er [[Tasmanía]]. Tvö svæðanna eru á meginlandinu, en hin ekki. Fylki Ástralíu eru eftirfarandi:
* [[Nýja Suður Wales|Nýja -Suður-Wales]] (höfuðborg [[Sydney]])
* [[Queensland]] (höfuðborg [[Brisbane]])
* [[Suður-Ástralía]] (höfuðborg [[Adelaide]])
Lína 118:
 
== Lýðfræði ==
Ástralir eru flestir komnir af Evrópumönnum. Að hluta til af [[Fangi|föngum]], sem sendir voru þangað, og [[Fangavörður|fangavörðum]] þeirra, en aðallega fólki sem fluttist þangað á 19. öld og í upphafi þeirrar tuttugustu, þá einkum í tengslum við [[Gullæðið í Ástralíu|gullæðið]]. Aðeins eitt prósent Ástrala er kominn af frumbyggjum, en þeim var markvisst fækkað þegar Evrópumenn fluttust þangað. Flestir frumbyggjar búa nú í Nýja -Suður-Wales og Queensland, en á strjálbýlli svæðum landsins eru einnig sérstök verndarlönd frumbyggja. Innan marka eins slíks er hinn frægi klettur [[Uluru]] (einnig þekktur sem Ayers-klettur). Sjö prósent Ástrala eru innflytjendur frá [[Asía|Asíu]].
Um þrír fjórðu Ástrala eru [[kristni]]r, þar af eru [[biskupakirkjan]] og [[Kaþólska kirkjan|kaþólska]] kirkjan með sinn fjórðunginn hvor.