„Skotland“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Merki: Farsímabreyting Breyting frá farsímavef
Ekkert breytingarágrip
Lína 92:
Árið 2014 var haldin [[Þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands 2014|þjóðaratkvæðagreiðsla]] um [[sjálfstæði Skotlands]]. 55,3% Skotar höfnuðu sambandssliti og því var tillagan um sjálfstæði felld. Tveimur árum seinna var þjóðaratkvæðagreiðsla haldin um [[útganga Breta úr Evrópusambandinu|aðild Bretlands að Evrópusambandinu]]. Í þeirri atkvæðagreiðslu kusu 62% Skota að vera áfram í ESB – í engu kjördæmi í Skotlandi var meirihluti fyrir úrsögnina. Í kjölfar þess kvaðst Nicola Sturgeon æðsti ráðherra Skotlands ætla að boðast til annarrar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands en dagsetning hennar hefur ekki verið ákveðin að svo stöddu.
 
Í kosningunum 2016 vann [[Skoski þjóðarflokkurinn]] (SNP) 63 af 129 mögulegum sætum á þinginu. [[Nicola Sturgeon]] formaður flokksins hefur verið æðsti ráðherra Skotlands frá nóvember 2014. [[Íhaldsflokkurinn]] er stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn en [[Verkamannaflokkurinn (Bretland)|Verkamannaflokkurinn]], [[Frjálslyndir demókratar]] og [[Græni flokkurinn]] hafa einnig umboð á þinginu. Næstu kosningar í Skotlandi verða árið 2021.
 
59 þingmenn sitja í breska þinginu fyrir hönd Skotlands. Í kosningunum 2017 vann Skoski þjóðarflokkurinn 35 af 59 sætum. Næstu kosningar verða árið 2022. [[Skotlandsráðuneytið]] fer með umboð bresku ríkisstjórnarinnar í Skotlandi. Stjórnandi Skotlandsráðuneytisins er [[ráðherrann fyrir Skotland]] en hann situr í stjónarráði bresku ríkisstjórnarinnar.