„Pfalz“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ný síða: '''Pfalz''' er hérað í Suðvestur-Þýskalandi sem nær nokkurn veginn yfir syðsta hluta þýska sambandslandsins Rínarland-Pfalz. Héraðið er 5.451 ferkílómetrar að...
 
mEkkert breytingarágrip
 
Lína 1:
[[Mynd:Hambacher_Schloß_über_Wein_und_Kastanien.jpg|thumb|right|Vínekrur við [[Hambach-höll]] í Pfalz.]]
'''Pfalz''' er hérað í Suðvestur-[[Þýskaland]]i sem nær nokkurn veginn yfir syðsta hluta þýska sambandslandsins [[Rínarland-Pfalz]]. Héraðið er 5.451 ferkílómetrar að stærð og þar búa um 1,4 milljónir. Helstu borgir og bæir eru [[Ludwigshafen]], [[Speyer]], [[Landau]], [[Frankenthal]] og [[Neustadt]].
 
Pfalz var greifadæmi frá miðöldum og [[kjörfursti|kjörfurstadæmi]] innan [[Heilaga rómverska ríkið|Heilaga rómverska ríkisins]] þannig að [[Pfalzgreifar]] (sem héldu hirð í [[Heidelberg]]) áttu eitt atkvæði við kjör nýs [[keisari hins Heilaga rómverska ríkis|keisara]]. Bæverska aðalsættin [[Wittelsbach-ætt]] ríkti yfir Pfalz nær samfleytt frá 1215 til 1803. Eftir ósigur Napóleons í [[orrustan um Leipzig|orrustunni um Leipzig]] 1813 varð Pfalz eitt af héruðum [[Konungsríkið Bæjaraland|Konungsríkisins Bæjaralands]] og síðan hluti af [[Þýska keisaradæmið|Þýska keisaradæminu]] 1871. Eftir [[Síðari heimsstyrjöld]] var Pfalz skilið frá Bæjaralandi og sameinað við [[Rheinhessen]] og [[Rínarhéruð]]in í sambandslandinu Rínarland-Pfalz.
 
{{stubbur}}