„Ágsborg“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Gerd Eichmann (spjall | framlög)
Image added
m →‎Nýrri tímar: leiðrétting
Lína 46:
 
=== Nýrri tímar ===
Á ríkisþinginu í [[Speyer]] [[1529]] ákvað borgin að gerast lútersk, sem er óvenjulegt fyrir borg svona langt suður í Þýskalandi. Hún var aðalsetur [[Melanchton|Philipps Melanchton]], eftirmanns [[Lúter]]s. Kaþólikkar fengu þó að vera áfram í borginni, en kirkjum þeirra var fækkað. Á ríkisþinginu í Ágsborg [[1555]] var saminn friður milli stóru kirknanna sem gilda áttu fyrir allt ríkið (''Augsburger Religionsfrieden''). [[1632]] hertók sænskur her ([[Gústaf 2. Adolf|Gústaf Adolf II]]) Ágsborg í [[30 ára stríðið|30 ára stríðinu]]. [[1806]] verður Augsburg hertekin af bærískumbæverskum her (vinveittum [[Napoleon Bonaparte|Napoleon]]) og verður hluti Bayerns upp frá þessu. Napoleon sjálfur hafðist við í borginni þetta ár. Borgin skemmdist verulega í loftárásum [[Heimstyrjöldin síðari|seinna stríðsins]] og varð loks hertekin bardagalaust af [[Bandaríkin|Bandaríkjamönnum]], sem yfirgáfu hana ekki fyrr en [[1998]]. Það tók langan tíma að endurreisa ýmsar byggingar. T.d. var gullni salurinn í ráðhúsinu ekki opnaður fyrr en [[1985]], á 2000 ára afmæli borgarinnar.
 
== Viðburðir ==