„Dauðarefsing“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Stabilo (spjall | framlög)
Lína 18:
Á [[þjóðveldisöld]] (930-1264) var ein tegund refsinga [[skóggangur]]. Þar voru menn útskúfaðir úr samfélaginu og réttdræpir hvar sem til þeirra náðist.
 
Við [[Siðaskiptin á Íslandi|Siðaskipti]] (um 1550) varð löggjöf strangari og árið [[1564]] gekk í gildi svonefndur [[Stóridómur]], sem viðkom siðferðismálum.<ref>Már Jónsson. „Hvað er Stóridómur?“. Vísindavefurinn 23. ágúst 2004. http://visindavefur.is/?id=4476. (Skoðað 1. mars 2019).</ref> Vitað er um 220 [[Aftaka#aftökur á Íslandi|aftökur á Íslandi]] á tímabilinu frá 1596 til 1830 þegar þeim var hætt. Konum var jafnan drekkt og karlar hálshöggnir.<ref>[http://www.visir.is/g/2018180729491 Fátækir fórnarlömbin í aftökusögu Íslendinga] Vísir.is, skoðað 1. mars 2019.</ref>
 
Síðasta aftakan á Íslandi fór fram 12. janúar 1830, þegar tekin voru af lífi [[Agnes Magnúsdóttir]], vinnukona á Illugastöðum og [[Friðrik Sigurðsson]] frá Katadal. Þau höfðu verið dæmd til dauða fyrir morð á tveimur mönnum aðfaranótt 14. mars 1828: [[Natan Ketilsson|Natans Ketilssonar]] bónda á Illugastöðum og Péturs Jónssonar frá Geitaskarði. [[Þorgeir Þorgeirson]] skrifaði skáldsöguna ''[[Yfirvaldið]]'' upp úr málsgögnum og öðrum heimildum um þessa atburði.