„Tryggvi Þórhallsson“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Kvk saga (spjall | framlög)
Ekkert breytingarágrip
leiðrétti föðurnafn
Lína 1:
[[Mynd:Tryggvi Þórhallson.jpg|thumb|right|Tryggvi Þórhallsson]]
'''Tryggvi Þórhallsson''' ([[9. febrúar]] [[1889]] – [[31. júlí]] [[1935]]) var [[forsætisráðherra]] [[Ísland]]s árin [[1927]] til [[1932]]. Hann var sonur [[Þórhallur BjarnasonBjarnarson|Þórhalls BjarnasonarBjarnarsonar]] biskups. Hann lærði [[guðfræði]], tók vígslu [[1913]] og var prestur á [[Hestur (Borgarfirði)|Hesti]] í Borgarfirði til [[1916]], en þá fluttist hann til Reykjavíkur og var settur dósent í guðfræði við [[Háskóli Íslands|Háskóla Íslands]] en árið [[1917]] varð hann ritstjóri [[Tíminn (dagblað)|Tímans]] og gegndi því starfi í 10 ár. Hann var kjörinn þingmaður [[Strandasýsla|Strandamanna]] fyrir [[Framsóknarflokkurinn|Framsóknarflokkinn]] 1923.
 
Hann var gerður að foringja flokksins og myndaði [[ríkisstjórn Tryggva Þórhallssonar]] sem sat frá 1927-1932. Í þeirri stjórn var hann atvinnumálaráðherra auk þess að fara með forsætisráðherraembættið. Hann var þekktastur fyrir að hafa [[þingrof|rofið þing]] árið 1931, rétt áður en til stóð að leggja fram [[vantraust]]stillögu á ríkisstjórn hans. Í kosningunum sem fylgdu fékk Framsóknarflokkurinn meirihluta þingsæta með aðeins 35% kjörfylgi, en eitt af hitamálunum sem leiddu til vantrauststillögunnar og þingrofsins voru fyrirhugaðar umbætur í [[kosningakerfi]]nu, þar sem til stóð að fjölga þingmönnum Reykvíkinga á kostnað landsbyggðarinnar.