„Franklin D. Roosevelt“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 36:
Franklin Delano Roosevelt fæddist árið 1882 í Hyde Park í [[New York]]. Hann var fjarskyldur ættingi [[Theodore Roosevelt]]<ref>http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/USArooseveltF.htm</ref><ref>http://www.whitehouse.gov/about/presidents/franklindroosevelt</ref>, Bandaríkjaforseta frá [[1901]]-[[1909]]. Eftir að hafa lokið grunnmenntun sem hann að hluta til hlaut heima hóf hann skólagöngu í lagadeild [[Harvard]] og árið [[1905]] stundaði hann laganám við [[Columbia-háskóli|Columbia-háskóla]]. Árið [[1907]] hætti hann hinsvegar þar og fór að vinna fyrir fyrirtæki á Wall Street og tók réttindi til lögmanns í [[New York (fylki)|New York-ríki]]. Árið [[1910]] var hann svo kosinn á ríkisþing New York sem fulltrúi [[Demókrataflokkurinn|demókrata]].<ref>http://www.infoplease.com/ipa/A0760616.html</ref>
 
Snemma á pólitískum ferli sínum fór Roosevelt beint til verks og þáverandi forseti [[Woodrow Wilson]] var fljótur að taka eftir hæfileikum hans. Árið 1913 skipaði hann Roosevelt sem aðstoðarritara sjóhersins. Þegar [[fyrri heimstyrjöldin]] braust svo út árið 1914 sýndi Roosevelt pólitíska getu sína og náði að halda uppi stöðugri framleiðslu í verksmiðjum sjóhersins á meðan stríðinu stóð. Þegar fyrri heimstyrjöldinni lauk sat hann við gerð [[Versalasamningurinn|Versalasamningana]] og lýsti yfir andstöðu sinni við þá þar sem hann taldi þá ekki gera heiminn óhultari fyrir lýðræði heldur einungis öruggara fyrir gömlu heimsveldin.<ref>http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/USArooseveltF.htm</ref> Árið 1920 þótti Roosevelt orðinn mikið efni til forseta og var hann útnefndur sem varaforsetaefni demókrata en forsetaframbjóðandinn James M. Cox náði hinsvegar ekki kjöri og því sneri Roosevelt aftur til New York og stundaði lögfræði.<ref>http://www.infoplease.com/ipa/A0760616.html</ref> Sumarið 1921 greindist Roosevelt með lömunarveiki og það munaði ekki miklu að hann hefði lamast algjörlega. Eftir það var hann algjörlega bundinn í [[Hjólastóll|hjólastól]].<ref>http://www.spartacus.schoolnet.co.uk/USArooseveltF.htm</ref> Með miklum viljastyrk og þreki tókst honum þó að snúa aftur til stjórnmála og árið 1928 var hann kosinn ríkisstjóri New York.<ref>Poulsen, Henning.1985 Saga mannkyns, Ritröð AB 13. bindi Almenna Íslenska bókafélagið Reykjavík</ref>
 
== Roosevelt verður forseti ==