„John Locke“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Lína 27:
Árið [[1666]] kynntist Locke helsta foringja frjálslyndra manna í Bretlandi, [[Shaftesbury jarl|Anthony Ashley-Cooper, lávarði]] (þekktur sem Shaftesbury jarl eftir 1672), sem átt hafði við vanheilsu að stríða, og gerðist einkalæknir hans. Locke fluttist til Shaftesburys í London ári seinna og lærði læknisfræði hjá [[Thomas Sydenham]], þekktum lækni og hlaut gráðu árið 1674. Árið [[1668]] var honum veitt innganga í [[Hin konunglega vísindaakademía|Hina konunglegu vísindaakademíu]]. Locke vann náið með Shaftesbury sem var gerður að [[dómsmálaráðherra Bretlands]] og þar með jarli árið [[1672]]. Locke átti talsverðan þátt í að skrifa [[stjórnarskrá]] [[Karólína (hérað)|Karólínu]] árið [[1669]] sem á þeim tíma var bresk [[nýlenda]] og í umsjá Shaftesburys.<ref>Sjá: [http://www.yale.edu/lawweb/avalon/states/nc05.htm The Fundamental Constitutions of Carolina : March 1, 1669]</ref> Shaftesbury féll úr náð [[Karl 2. Englandskonungur|Karls 2.]] konungs árið [[1675]] og þar með lauk opinberum ferli Lockes.
 
Locke hélt til [[Frakkland]]s í leit að mildari veðurfari því hann var heilsuveill. Á ferðum sínum hóf hann að skrifa niður minnipunkta og fleira sem varð að ''[[Ritgerð um mannlegan skilning]]''. Hann sneri aftur til Englands árið [[1679]] en varð að flýja til [[Holland]]s [[1683]] grunaður um hafa átt þátt í [[Rúgshús-samsærinuRúghússamsærið|Rúghússamsærinu]] og þurfti að fara huldu höfði. Hann sneri aftur eftir [[Dýrlega byltingin|Dýrlegu byltinguna]] [[1688]] sem hluti af fylgdarliði eiginkonu [[Vilhjálmur 2. Óraníufursti|Vilhjálms 2. af Óraníu]] og gaf út rit sín, sem hann hafði áður samið, og lifði eftir það kyrrlátu lífi til dánardags.
 
== Þekkingarfræði ==