„Óðinn“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{aðgreiningartengill}}
[[Mynd:Georg von Rosen - Oden som vandringsman, 1886 (Odin, the Wanderer).jpg|thumb|right|Óðinn í gervi farandmanns á mynd eftir Georg von Rosen (1886).]]
'''Óðinn''' ([[norræna]]: ''Óðinn'') er æðstur [[guð]]a í [[norræn goðafræði|norrænni]] og [[germönsk goðafræði|germanskri goðafræði]], þar sem hann er guð [[viska|visku]], [[herkænska|herkænsku]], [[stríð]]s, [[galdur|galdra]], [[sigur]]s og [[skáldskapur|skáldskapar]]. Óðinn er andinn og lífskrafturinn í öllu sem hann skapaði. Með [[Vilji (norræn goðafræði)|Vilja]] og [[Vé]] skapaði hann himin, jörð, [[Askur og Embla|Ask og Emblu]]. Óðinn lærði [[rúnir]]nar þegar hann hékk og svelti sjálfan sig í níu nætur í [[Askur Yggdrasils|Aski Yggdrasils]], þá lærði hann líka [[Fimbulljóðin níu]].
:''Þessi grein fjallar um goðið Óðin. Fyrir aðrar merkingar orðsins má sjá [[Óðinn (aðgreningarsíða)|aðgreiningarsíðuna]].''
'''Óðinn''' ([[norræna]]: ''Óðinn'') er æðstur [[guð]]a í [[norræn goðafræði|norrænni]] og [[germönsk goðafræði|germanskri goðafræði]], þar sem hann er guð [[viska|visku]], [[herkænska|herkænsku]], [[stríð]]s, [[galdur|galdra]], [[sigur]]s og [[skáldskapur|skáldskapar]]. Óðinn er andinn og lífskrafturinn í öllu sem hann skapaði. Með [[Vilji (norræn goðafræði)|Vilja]] og [[Vé]] skapaði hann himin, jörð, [[Askur og Embla|Ask og Emblu]]. Óðinn lærði [[rúnir]]nar þegar hann hékk og svelti sjálfan sig í níu nætur í [[Askur Yggdrasils|Aski Yggdrasils]], þá lærði hann líka [[Fimbulljóðin níu]].
 
Á jörðinni birtist Óðinn mönnum sem gamall eineygður förumaður í skikkju og með barðabreiðan hatt eða hettu og gengur þá undir mörgum nöfnum. Hann getur haft hamskipti hvenær sem er og sent anda sinn í fugls- eða dýrslíki erinda sinna og hann getur ferðast til dauðraheims ef honum hentar.
Lína 13:
== Börn og barnsmæður ==
Óðinn var, líkt og höfuðguð margra annarra goðafræða, duglegur við að eignast börn og það með mörgum mismunandi einstaklingum.
*''[[Frigg]]'' var eiginkona Óðins og með henni eignaðist hann tvo syni, ''[[Hermóður hinn hvati|Hermóð hinn hvata]]'' og ''[[Baldur]]''.
* ''[[Skaði]]'' var seinni kona Óðins, hún var áður gift [[Njörður (norræn goðafræði)|Nirði í Nóatúnum]]. Þeirra sonur var Sæmingur.
*[[Jötunn|Jötunynjan]] ''Gríður'' átti með honum soninn ''[[Víðar (norræn goðafræði)|Víðar]]'', sem er einn þeirra sem lifir af [[Ragnarök]] og hefnir föður síns í þeim.
*''[[Gunnlöð]]'', sem einnig er [[Jötunynja]], eignaðist með honum ''[[Bragi|Braga]]''. Samkvæmt Snorra-Eddu virðist sem Óðinn hafi tælt hana til að sofa hjá sér í þrjár nætur fyrir þrjá sopa af [[Skáldskaparmjöður|skáldskaparmiðinum]]. [[Hávamál]] sýna þetta þó öðruvísi, og segja alla þátttakendur hafa verið sátta.
*Með ''[[Jörð (gyðja)|Jörðu]]'' eignaðist Óðinn einn sinn frægasta son, það er ''[[Þór (norræn goðafræði)|Þór]]''.
*Hin mannlega ''[[Rindur]]'' var, óviljug, móðir ''[[Váli (norræn goðafræði)|Vála]]'' sem drap Höð fyrir drápið á bróður þeirra beggja.
 
== Nafnsifjar ==
[[Mynd:Odin riding Sleipnir.jpg|thumb|150px|left|Óðinn ríður [[Sleipnir|Sleipni]]]]
[[Nafn]] hans samanstendur af [[liður (málfræði)|liðunum]] óð og inn. Óð merkir [[vit]] og [[sál]], jafnvel [[orka]] og [[lífskraftur]] en -inn merkir dróttinn í þessu tilfelli og merkir Óðinn því dróttinn lífskraftsins. Hann kallar sig mörgum öðrum nöfnum, svo sem Alföður, Valföður, Bölverkur, Síðhöttur, Vegtamur, Grímnir og Herjafaðir.
 
== Æsir eignast skáldamjöðinn ==
Lína 36:
 
== Tenglar ==
{{wikiorðabók|óðinn}}{{commons|Category:Odin|Óðni}}

* [http://www.timarit.is/titlebrowse.jsp?issueID=416877&pageSelected=0&lang=0 ''Óðinn kom frá Indlandi''; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1939]
{{Norræn goðafræði}}
[[Flokkur:Æsir]]