„Napóleon 2.“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
m TKSnaevarr færði Napóleon II á Napóleon 2. yfir tilvísun: Fært til samhæfingar
Ekkert breytingarágrip
Lína 1:
{{Persóna
[[File:Le duc de Reichstadt.jpg|thumb|right|Napóleon II]]
| nafn = Napóleon 2.
| búseta =
| mynd = Le duc de Reichstadt.jpg
| myndastærð = 250px
| myndatexti = {{small|Málverk af Napóleon 2. eftir Leopold Bucher.}}<br>[[File:Blason Roi de Rome.svg|Skjaldarmerki Napóleons 2. sem konungs Rómar|45px]] [[File:Coat of Arms of the Duke of Reichstadt (Variant 2).svg|Skjaldarmerki Napóleons 2. sem hertoga af Reichstadt|45px]]
| fæðingardagur = [[20. mars]] [[1811]]
| fæðingarstaður = [[Tuileries-höll]], [[París]], [[Fyrsta franska keisaraveldið|Frakkland]]i
| dauðadagur = {{dauðadagur og aldur|1832|7|22|1811|3|20}}
| dauðastaður = [[Schönbrunn-höll]], [[Vín (Austurríki)|Vín]], [[Austurríska keisaradæmið|austurríska keisaradæminu]]
| orsök_dauða = [[Berklar]]
| þekkt_fyrir =
| börn =
| starf =
| trú = [[Rómversk-kaþólska kirkjan|Kaþólskur]]
| maki =
| foreldrar = [[Napóleon Bónaparte]] & [[Marie-Louise af Austurríki]]
| undirskrift =
}}
'''Napoléon François Charles Joseph Bonaparte''' (20. mars 1811 – 22. júlí 1832) var sonur og arftaki [[Napóleon Bónaparte|Napóleons Bónaparte]] [[Frakkakeisari|Frakkakeisara]] og annarrar konu hans, [[Marie-Louise af Austurríki]]. Sem keisaralegur krónprins hlaut hann heiðurstitilinn konungur Rómar við fæðingu.
 
Þegar Napóleon keisari sagði af sér í fyrsta sinn vegna hrakfara sinna í [[Napóleonsstyrjaldirnar|Napóleonsstyrjöldunum]] árið 1814 fór hann fram á að sonur sinn yrði settur á keisarastól í sinn stað. Ekki var hlustað á þessa kröfu keisarans og bandamennirnir sigursælu settu þess í stað [[Loðvík 18.]] af gömlu [[Búrbónar|Bourbon-valdaættinni]] á konungsstól í Frakklandi. Napóleon var rekinn í útlegð til Elbu en sonur hans, konungur Rómar, varð eftir með móður sinni. Árið 1815, þegar Napóleon sneri aftur á keisarastól í hundrað daga, var sonur hans lýstur ríkiserfingi á ný uns Napóleon sagði aftur af sér eftir [[Orrustan við Waterloo|orrustuna við Waterloo]]. Á milli seinni afsagnar Napóleons og endurreisnar Loðvíks 18. á konungsstól ríkti hinn fjögurra ára sonur Napóleons að nafninu til yfir Frakklandi í fimmtán daga sem '''Napóleon II''' Frakkakeisari.<ref name=vísindavefur/> Franska þjóðþingið lýsti Napóleon II aldrei formlega keisara og hann réð því aldrei formlega yfir Frakklandi. Eftir að Napóleon var sendur í útlegð í annað sinn var sonur hans sendur til [[Austurríska keisaradæmið|Austurríkis]]. Reynt var að þurrka út tengsl hans við Napóleon og gera hann þýskan fremur en franskan.<ref>{{Vefheimild|titill=Konungurinn af Róm|url=http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4549053|útgefandi=''[[Vikan]]''|ár=1957|mánuður=19. desember|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=31. maí}}</ref> Hann hlaut titilinn fursti af Parma og hertogi af Reichstadt frá móðurafa sínum, [[Frans 1. Austurríkiskeisari|Frans 1. Austurríkiskeisara]].
 
Napóleon II eyddi því sem hann átti eftir ólifað í Austurríki. Það varð mjög kalt á milli Napóleons II og móður hans, Marie-Louise, þegar uppgötvaðist að Marie-Louise hafði gifst og eignast tvö börn með austurríska herforingjanum [[Adam Albert von Neipperg]] á meðan Napóleon eldri var enn á lífi. Napóleon II fyrirgaf móður sinni aldrei og lét þau orð falla að „Ef [[Joséphine de Beauharnais|Jósefína]] hefði verið móðir mín hefði faðir minn ekki verið jarðsettur á Sankti Helenu“.<ref name=lindqvist>Linqvist, {{bókaheimild|höfundur=Hermann, ''Linqvist|titill=Napóleon'' (|ár=2011), |útgefandi=Hið íslenska bókmenntafélag, |bls. =604.}}</ref> Þar til hann lést úr [[Berklar|berklum]], þá 21 árs að aldri, var hann viðurkenndur meðal stuðningsmanna Bonaparte-ættarinnar sem réttmætur erfingi krúnunnar í Frakklandi.
 
Eftir dauða sinn fékk Napóleon II gælunafnið ''l'Aiglon'' eða „arnarunginn“. Viðurnefnið varð vinsælt vegna leikritsins ''L'Aiglon'' eftir [[Edmond Rostant]]. Þegar [[Napóleon III|Louis-Napóleon Bonaparte]] varð keisari árið 1852 tók hann sér titilinn Napóleon III til að viðurkenna stutta valdatíð frænda síns.<ref name=vísindavefur>{{Vísindavefurinn|6360|Bar einhver titilinn Napóleon II?}}</ref>
Lína 16 ⟶ 34:
==Tilvísanir==
<references/>
{{Töflubyrjun}}
{{Snið:Einvaldar Frakklands}}
{{Erfðatafla
| titill = [[Frakkakeisari]]<br>(''að nafninu til'')
| frá = [[22. júní]] [[1815]]
| til = [[7. júlí]] [[1815]]
| fyrir = [[Napóleon Bónaparte]]
| eftir = [[Loðvík 18.]]<br>{{small|(sem konungur Frakklands)}}
}}
{{Töfluendir}}
{{Snið:Einvaldar Frakklands}}
{{fde|1811|1832|Napóleon II}}
[[Flokkur:Austurrískir furstar]]