„Snæfellsjökull“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Merki: 2017 source edit
Lína 4:
{{CommonsCat|Snæfellsjökull}}
'''Snæfellsjökull''' (1.446 [[metri|m]]) er smár [[jökull]] [[vestur|vestast]] á [[Snæfellsnes]]i og sá eini á því. Undir Snæfellsjökli er virk [[eldstöð]] ([[eldkeila]]) sem hefur myndast við mörg gos, síðast fyrir um 1.750 árum. Rekja má gossögu hans 700 þúsund ár aftur í tímann og flest gosin í toppgígnum hafa ýmist verið sprengigos eða hraungos. Frá ísaldarlokum hefur gosið yfir 20 sinnum í og við jökulinn og voru þrjú gosanna mikill þeytigos, fyrir 8000 árum, 4000 árum og 1750 árum. Háahraun heitir lítil tota af síðast nefnda hrauninu og hylur mestalla suðurhlíð Snæfellsjökuls. Hægt er að sjá [[fjall]]ið frá [[Reykjavík]], [[Reykjanes]]i og stórum hluta [[Vesturland]]s á sólríkum [[Sólarhringur|dögum]].
 
== Ýmislegt ==
Flatarmál Snæfellsjökuls er 11 km<sup>2</sup> og hann er 1446 m hár en jökullinn minnkaði um helming á síðustu öld.<ref>[http://www.ruv.is/frett/spa-thvi-ad-snaefellsjokull-hverfi-um-arid-2050 http://www.ruv.is/frett/spa-thvi-ad-snaefellsjokull-hverfi-um-arid-2050 Spá því að Snæfellsjökull hverfi um árið 2050]</ref> [[Gígskál]]in er um 200 m djúp, hæsti hluti jökulsins er suður- og austurbarmur hennar. Hæst bera jökulþúfurnar þrjár; syðst og vestust er Vesturþúfa (1442 m), nokkru norðar og austar Miðþúfa (1446 m) en fyrir norðan og austan hana er Norðurþúfa (1390 m). Frá Reykjavík sjást Miðþúfa og Vesturþúfa. Glöggskyggnir þykjast sjá að jökullinn hafi hopa hratt undanfarin áratug svo að greina megi gígskálina þar sem hún liggur undir jökultoppnum.
 
Snæfellsjökull er sögusvið [[bók]]arinnar ''Leyndardómar Snæfellsjökuls'' eftir [[Jules Verne]], en söguhetjan ferðast að miðju [[jörðin|jarðarinnar]] frá jöklinum. Einnig gerist [[skáldsaga]]n ''[[Kristnihald undir Jökli]]'', eftir [[Halldór Laxness]], á þessum slóðum.
Lína 12 ⟶ 13:
 
== Nálægir staðir ==
* [[Ölkelda]], [[Djúpalónssandur]], [[Lóndrangar]], [[Dritvík]], [[Hólahólar]], [[Kirkjufell]], [[Saxhóll]], [[Staðarstaður]], [[Ytri Tunga]], [[Gatklettur]], [[Bárðarlaug]], [[Arnarstapi]], [[Hellnar]], [[Ingjaldshóll]], [[Fiskibyrgi]], [[Stapafell]], [[Sönghellir]].
 
== Tilvísanir ==
<div class="references-small"><references />{{reflist}}</div>
 
== Tenglar ==