Munur á milli breytinga „Kvenréttindi á Íslandi“

(bæta við heimild)
Merki: 2017 source edit
Merki: 2017 source edit
Í byrjun 20. aldar varð konum á Íslandi nokkuð ágengt í réttindabaráttu sinni. [[Kvenréttindafélag Íslands]] var stofnað árið [[1907]] í heima hjá Bríeti í Reykjavík og var hún formaður þess næstu 20 árin. [[Kvennaframboð í Reykjavík 1908-1916|Kvennaframboðið til bæjarstjórnarkosninganna í Reykjavík 1908]] gekk mjög vel. Framboðið fékk flest atkvæði af öllum listum sem í framboði voru, 345 eða 21,8% greiddra atkvæða og fjóra fulltrúa af þeim 15 sem um var kosið. Sá listi sem næstur var að atkvæðatölu fékk 235 atkvæði. Því tóku [[Katrín Magnússon]], formaður Hins íslenska kvenfélags, [[Þórunn Jónassen]], formaður Thorvaldsensfélagsins, Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður Kvenréttindafélags Íslands og [[Guðrún Björnsdóttir]], félagi í Kvenréttindafélagi Íslands, sæti í [[bæjarstjórn Reykjavíkur]] það ár.
 
Lög um menntun kvenna og rétt til embætta var samþykkt á Alþingi árið 1911 þá fengu konur fullan rétt til menntunar og embætta. Þann [[19. júní]] [[1915]] undirritaði Danakonungur nýja stjórnarskrá sem veitti konum kosningarétt og [[7. júlí]] fögnuðu konur kosningaréttinum sínum með hátíðarfundi á Austurvelli. Sama dag stofnuðu þær [[Landspítalasjóð Íslands]]. Árið 1922 var [[Ingibjörg H. Bjarnason]] kosin fyrst kvenna til þings. Árið 1949 voru [[Kristín L. Sigurðardóttir]] og [[Rannveig Þorsteinsdóttir]] kosnar á þing og var það í fyrsta sinn sem tvær konur sátu á Alþingi. [[Hulda Dóra Jakobsdóttir]] varð fyrst íslenskra kvenna til þess að verða bæjarstjóri en hún var bæjarstjóri [[Kópavogur|Kópavogs]] frá 1957-62. [[Auður Auðuns]] gegndi embætti [[borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóra Reykjavíkur]] frá 1959 til 1960 og var fyrst kvenna til þess. Hún var einnig fyrst kvenna til þess að verða ráðherra þegar hún sat sem [[dóms- og kirkjumálaráðherra]] 1970-71.
 
[[Mynd:Sidleysi-althbladid 11 mai 1940 bls4.png|thumb|right|„Það er óþolandi, ef nokkrar siðlausar stúlkur verða til þess að gefa hermönnunum ranga hugmynd um íslenzkar konur.” sagði í [[Alþýðublaðið|Alþýðublaðinu]] degi eftir að breskir hermenn hernámu Ísland.]]
Tímabil seinni heimstyrjaldarinnar einkenndist af [[Ísland í seinni heimsstyrjöldinni|örum breytingum og í raun nútímavæðingu Íslands]], ''Bretavinnan'' bauðst íslensku vinnuafli og árin 1941-2 var atvinnuleysið orðið ekkert. Tók fljótlega að bera á togstreitu milli hermannanna og íslenskra karlmanna, í umfjöllunum fékk þetta málefni heitið ''[[Ástandið]]''. Degi eftir að Bretar hernámu Ísland birtist málsgrein í Alþýðublaðinu þar sem varað var við [[siðleysi]], breskir hermenn sóttu í að fá þvott þveginn hjá íslenskum húsmæðrum og þóttu slík samskipti einnig óviðeigandi. Ári seinna tóku Bandaríkjamenn við af Bretum. Í bréfi [[Vilmundur Jónsson|Vilmundar Jónssonar]] landlæknir, bréf til dómsmálaráðuneytisins sagði að lögreglan teldi að stúlkubörn á aldrinum 12-16 ára væru farin að stunda [[vændi]]. Í kjölfarið var stofnuð nefnd til þess að rannsaka málið, hún var kölluð ''Ástandsnefndin'' og var skipuð þremur karlmönnum. Í skýrslu nefndarinnar kom fram að lögreglan væri með lista yfir 500 konur á aldrinum 12-61 árs, sem hún teldi að hefðu mjög náin samskipti við setuliðið. Af þeim væru um 150 17 ára og yngri. Af þessum 500 konum væru að minnsta kosti 129 orðnar mæður og væri barnafjöldinn ekki minni en 255 börn. Kynni íslenskra stúlkna og hermanna leiddu stundum af sér þunganir. Þegar svo bar undir áttu stúlkurnar rétt á meðlögum frá hermönnunum. En oftar en ekki gátu hermennirnir komið sér undan þeirri ábyrgð og þurftu þá stúlkurnar að þiggja styrki frá hinu opinbera. En einnig kom fyrir að pör giftu sig og voru hermannabrúðkaup 332 talsins hér á landi.
 
Árið 1949 voru [[Kristín L. Sigurðardóttir]] og [[Rannveig Þorsteinsdóttir]] kosnar á þing og var það í fyrsta sinn sem tvær konur sátu á Alþingi. [[Hulda Dóra Jakobsdóttir]] varð fyrst íslenskra kvenna til þess að verða bæjarstjóri en hún var bæjarstjóri [[Kópavogur|Kópavogs]] frá 1957-62. [[Auður Auðuns]] gegndi embætti [[borgarstjóri Reykjavíkur|borgarstjóra Reykjavíkur]] frá 1959 til 1960 og var fyrst kvenna til þess. Hún var einnig fyrst kvenna til þess að verða ráðherra þegar hún sat sem [[dóms- og kirkjumálaráðherra]] 1970-71.
 
[[Mynd:Vigdis Finnbogadottir (1985).jpg|thumb|right|[[Vigdís Finnbogadóttir]] var fyrst kvenna kjörin forseti í lýðræðislegum kosningum árið 1980. Hér er hún á mynd sem var tekin 1985.]]
11.623

breytingar