Munur á milli breytinga „Syngman Rhee“

72 bætum bætt við ,  fyrir 2 árum
m
Rhee gerðist meðlimur í þjóðernishreyfingum og fékk að dúsa í fangelsi frá 1897 til 1904. Árið 1919, þegar heimaland Rhee var komið undir járnhæl [[Japanska keisaradæmið|japanska keisaraveldisins]], gerðist Rhee leiðtogi útlagastjórnar Kóreu í [[Sjanghæ]]. Sem slíkur reyndi hann að vinna sér alþjóðlegan stuðning fyrir sjálfstæði Kóreu. Árið 1945, eftir ósigur Japans í [[Seinni heimsstyrjöldin|seinni heimsstyrjöldinni]], sneri Rhee heim til Kóreu í einkaflugvél [[Douglas MacArthur|MacArthurs hershöfðingja]].<ref>Bruce Cumings, ''The Korean War: a History'', Modern Library Edition, 2010, bls. 106.</ref> Með stuðningi Bandaríkjamanna var Rhee kjörinn forseti Lýðveldisins Kóreu árið 1948. Hann setti á fót alræðisstjórn með blessun Bandaríkjamanna.
 
Árið 1948 þurfti stjórn Syngman Rhee að kveða niður bændauppreisn á eyjunni Jeju. Um 30.000 til 60.000 eyjarskeggja voru drepin af stjórnarhernum í átökunum.<ref name="brutalpast">{{Cite web|title=South Korea owns up to brutal past - World - smh.com.au|url=http://www.smh.com.au/news/world/south-korea-owns-up-to-brutal-past/2008/11/14/1226318928410.html|sitetitle=www.smh.com.auSouth Korea owns up to brutal past|last=McDonald|first=Hamish|date=2008-11-15|website=The Sydney Morning Herald|archive-url=|archive-date=|dead-url=|access-date=|consulté le=}}</ref> Í byrjum sjötta áratugsins lét Rhee handtaka um 30.000 kommúnista. Um 300.000 manns til viðbótar voru teknir höndum og settir í „endurhæfingarhóp“ sem kallaðist Bodo-samtökin. Næsta júní, þegar kommúnistar úr norðri gerðu innrás í Suður-Kóreu og [[Kóreustríðið]] hófst, lét Rhee taka meðlimi Bodo-samtakanna af lífi þegar suður-kóreskir hermenn neyddust til að hörfa af svæðinu.<ref name=brutalpast/>
 
Kóreustríðið, sem stóð frá 1950 til 1953, endaði með skiptingu Kóreuskaga. Syngman Rhee var endurkjörinn forseti árin 1952, 1956 og 1960. Á stjórnartíð sinni kom hann í gegn nokkrum umbótum, sérstaklega í menntamálum og á eignarrétti. Stjórnarfar Rhee var hins vegar mjög gerræðislegt og eftir að grunur á kosningasvindli varð sterkari árið 1960 brutust út fjöldamótmæli sem neyddu hann til að yfirgefa landið. Hann flúði til Havaí og bjó þar til dauðadags.
258

breytingar