„Judah Löw“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Almar D (spjall | framlög)
Ný síða: thumb|Höggmynd af Judah Loew í miðborg Prag. '''Judah Loew ben Bezalel''' (f. um 1520, d. 17. september 1609 í Prag)<ref>Bæheimur, sem...
(Enginn munur)

Útgáfa síðunnar 14. mars 2019 kl. 07:53

Judah Loew ben Bezalel (f. um 1520, d. 17. september 1609 í Prag)[1] er þekktur af fræðingum um gyðingdóm sem „Maharal af Prag“, eða einfaldlega „Maharal“, sem er skammstöfun hans á „Moreinu ha-Rav Loew“ („kennari okkar, Loew rabbíni“), var þýðingarmikill fræðimaður í Talmud, gyðinglegur dulspekingur og heimspekingur, sem þjónaði sem leiðandi rabbíni í bænum Prag í Bæheimi mestallt sitt líf.

Höggmynd af Judah Loew í miðborg Prag.

Ævi og störf

Hvorki eru til neinar öruggar heimildir um fæðingardag né fæðingarstað. Skv. hefðbundnum skilningi var hann fæddur 1512 — líklega í Poznań — en margir vísindamenn telja hann hafa fæðst síðar (allt til 1525). Hann kom af frægri og menntaðri fjölskyldu rabbína sem átti líklega rætur að rekja til Worms. Judah var næst elsti sonur Bezal'el ben Chajjim, sem var bróðir ríkisrabbínans Jacob Löw.

 
Leggsteinn Loew í gamla kirkjugarði gyðinga í Prag.

Eitt af þekttari verkum hans er um Gólemið í Prag.

Heimildir

  1. Bæheimur, sem kaþólskt land, fór undir gregoríanskt tímatal árið 1584. Í júlíanska tímatalinu var það 7. september. Á legsteini hans, með vísan í Gal Ed, Megilas Yuchsin og aðra, er dánardagur sagður fimmtudagur 18. Elul 5369.