„Nelson Mandela“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
,,Hann er meistari''
Lína 18:
| undirskrift = Nelson Mandela Signature.svg
}}
'''Rolihlahla Mandela''', þekktastur sem '''Nelson Mandela''', ([[18. júlí]] [[1918]], – [[5. desember]] [[2013]]) var fyrsti [[lýðræði]]slega kjörni [[forseti]] [[Suður-Afríka|Suður-Afríku]]. Hann var kjörinn forseti árið [[1994]] og gegndi hann því embætti í fimm ár eða til ársins [[1999]]. Hann hafði verið áberandi andstæðingur [[Apartheid|kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar]] þar í landi. Mandela sat í 27 ár í fangelsi á [[Robben-eyja|Robben-eyju]] fyrir að berjast þessari baráttu en eftir að hafa verið sleppt voru honum veitt [[Friðarverðlaun Nóbels]]. Í fangelsinu var hann fangi númer 46664 en það númer notaði hann í baráttu sinni gegn [[alnæmi]] (AIDS) eftir að hann lét af embætti forseta. Hann er meisstari! ;)
 
<br />
 
== Einkalíf ==
Rolihlahla Mandela var sonur Nosekeni Fanny og Gadla Henry Mphakanyiswa og bjuggu þau í bænum Mvezo en þar var Gadla faðir hans höfðingi. Gadla átti fjórar eiginkonur og eignaðist með þeim þrettán börn, fjóra syni og níu dætur. Þegar hann var sviptur stöðu sinni flutti fjöldskyldan til Qunu. Þar ákvað Gadla að senda son sinn í skóla og gaf kennslukonan öllum enskt nafn og Rolihlahla fékk nafnið Nelson. Faðir hans lést þegar hann var níu ára.<ref>Nelson Mandela, The illustrated long walk to freedom, bls. 8-9.</ref>
 
Mandela var þrígiftur. Fyrsta kona hans var Evelyn Ntoko Mase, 1944 til 1957; Winnie Midikizela frá árinu 1957 til 1996 og Graça Machel var eiginkona hans frá árinu 1998. Mandela eignast sex börn; Þrjú með fyrstu eiginkonu sinni, synina Madiba Thembekile og Makgatho Mandela og dótturina Makaziwe Mandela. Með annarri eiginkonu sinni eignaðist hann svo dæturnar Zenani Mandela, Gadla Emenitta Mandela og Zindziswa Mandela-Hlongwane.<ref>Nelson Mandela, The illustrated long walk to freedom, bls. 36-38.</ref><ref>Nelson Mandela, The illustrated long walk to freedom, bls. 76 0g 83.</ref><ref>http://marriage.about.com/od/politics/a/nelsonmandela.htm</ref>
 
== Baráttumál ==