„Annie Jump Cannon“: Munur á milli breytinga

Efni eytt Efni bætt við
Ekkert breytingarágrip
Lína 20:
| undirskrift =
}}
'''Annie Jump Cannon''' (11. desember 1863 – 13. apríl 1941) var [[Bandaríkin|bandarískur]] [[Stjörnufræði|stjörnufræðingur]] sem gegndi lykilhlutverki í nútíma[[flokkun stjarna]] með skráningarvinnu sinni. Ásamt [[Edward C. Pickering]] er hún viðurkennd sem hönnuður Harvard-flokkunarkerfisins, sem var fyrsta alvarlega tilraunin til þess að flokka stjörnur á grundvelli hitastigs og litrófs. Hún var næstum [[Heyrnarleysi|heyrnarlaus]] út feril sinn. Cannon var [[Súffragettur|súffragetta]] og meðlimur í bandarísku kvenréttindahreyfingunni [[National Woman's Party|National Women's Party]].<ref name=":6">{{Vefheimild|url=https://www.brooklynmuseum.org/eascfa/dinner_party/heritage_floor/annie_jump_cannon|titill=Brooklyn Museum: Annie Jump Cannon|útgefandi=Brooklyn Museum|tungumál=[[enska]]|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. febrúar}}</ref>
 
== Einkalíf ==
Annie Jump Cannon fæddist þann 11. desember árið 1863 í [[Dover, Delaware]]. Hún var elst þriggja dætra Wilsons Cannon, sem var skipasmiður og ríkisþingmaður í [[Delaware]], og annarrar konu hans, Mary Jump. Móðir Cannons kenndi henni [[stjörnumerki]]n á æskuárum hennar og hvatti dóttur sína til þess að fylgja sínum eigin áhugamálum. Hún stakk upp á því við Annie að sækja nám í [[stærðfræði]], [[efnafræði]] og [[líffræði]] í [[Wellesley-háskóli|Wellesley-háskóla]]. Cannon og móðir hennar fóru gjarnan upp á háaloft og lærðu að þekkja stjörnurnar með hjálp gamallar kennslubókar í stjörnufræði.<ref>{{Vefheimild|url=http://w.astro.berkeley.edu/~gmarcy/women/cannon.html|titill=History of Women in Astronomy: Annie Cannon|útgefandi=''Astronomical Society of the Pacific''|tungumál=[[enska]]|árskoðað=2019|mánuðurskoðað=26. febrúar}}</ref> Móðir Cannons kenndi henni einnig að skipuleggja heimilisfjármál, en Cannon átti síðar eftir að nota þá kunnáttu til að skipuleggja rannsóknir sínar.<ref>{{Cite news}}</ref>
 
Cannon fór að ráðum móður sinnar og ákvað að fylgja ástræðu sinni fyrir stjörnufræði. Cannon varð fyrir [[heyrnarskerðing]]u einhvern tíma í æsku eða snemma á fullorðinsárum sínum. Heimildum kemur ekki saman um hvað olli heyrnarskerðingu hennar, en stundum hefur [[skarlatssótt]] verið kennt um hana.<ref name="IAU">{{Vefheimild|url=http://www.sheisanastronomer.org/index.php/history/annie-cannon}}</ref> Því hefur verið haldið fram að heyrnarleysi Cannons hafi gert henni erfitt fyrir í félagsaðstæðum og því hafi hún sökkt sér í vinnu sína. Cannon giftist aldrei og eignaðist engin börn.
Lína 40:
Árið 1896 réði Pickering Cannon ásamt öðrum konum til þess að ljúka við [[Henry Draper-flokkunarkerfið]], með það að markmiði að kortleggja og skilgreina hverja stjörnu á himni að [[ljósmyndamagni]] í kringum 9.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/biography/Annie-Jump-Cannon}}</ref> Í skýringum Cannons vísaði hún til birtustigs sem „Int“ sem var stytting á orðinu „intensity“ eða styrkleiki. <ref>{{Vefheimild|url=http://freepages.rootsweb.ancestry.com/~mturner/women/annie_images.htm}}</ref> Cannon var svo fljótvirk í þessu starfi að Pickering sagði um hana og störf hennar: „Ungfrú Cannon er eina manneskjan í heiminum – karl eða kona – sem getur unnið þetta verk svo fljótt.“<ref name=":3">{{Cite news}}</ref>
 
== SeinnaSeinni lífæviár og dauði ==
Ferill Annie Jump Cannons í stjörnufræði spannaði meira en 40 ár fram að starfslokum hennar árið 1940.<ref name=":0">{{Vefheimild|url=https://www.britannica.com/biography/Annie-Jump-Cannon}}</ref> Þrátt fyrir að hafa formlega sest í helgan stein hélt hún áfram að starfa við stjörnufræði í stjörnuathugunarstöðinni allt þar til aðeins nokkrum vikum áður en hún dó.<ref>{{Cite journal}}</ref> Á ferli sínum hjálpaði Cannon konum að öðlast viðurkenningu og virðingu innan vísindasamfélagsins. Rólegt og vinnusamt viðhorf hennar og hegðun hjálpaði henni að öðlast virðingu í gegnum ævi sína og starfsferill hennar ruddi braut kvenna í stjörnufræði eftir hennar dag.
 
Lína 47:
==Tilvísanir==
<references/>
{{DEFAULTSORT:Cannon, Annie Jumo}}
[[Flokkur:Bandarískir stjarnfræðingar]]
[[Flokkur:Fólk dáið árið 1941]]
[[Flokkur:Fólk fætt árið 1863]]
[[Flokkur:Pages with unreviewed translations]]